Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 109
SKÓLALÖGGJÖFIN FRÁ 1946
267
ég hef furðað mig á því, hvaS lítið hefur verið gert til þess aS fræSa
þjóSina um þessi mál, sem svo mjög hafa veriS afflutt, ýmist af mis-
skilningi og þekkingarleysi á starfi skólanna eSa beinum fjandskap viS
menntun almennings.
Nú er þaS fjarri mér aS vilja telja skólana okkar alfullkomna frekar
en önnur mannanna verk. Mér er fyllilega ljóst, aS margt mætti þar
betur fara. En margar þær aSfinnslur, sem fram hafa komið í garð
skólanna, eru svo fáránlegar að „eill rekur sig þar á annars horn“, og
langar mig þess vegna að varpa dálitlu ljósi á þessi mál. Mun ég fyrst
ræða um skólalöggjöfina frá 1946 og helztu aðfinnslur, sem fram hafa
komið gegn henni og skólunum almennt og síðan um næstu áfanga í
þessum efnum.
Hvernig var þessum málum skipaS 1946?
Grundvöllur að þeirri barnafræðslu, sem við búum við enn í dag,
var lagður með barnafræðslulögunum frá 1907. Ný lög um barna-
fræðslu voru samþykkt árið 1926 og aftur 1936. Samkvæmt lögunum
frá 1936 voru öll börn skólaskyld á aldrinum 7—14 ára, þó með þeirri
undantekningu, að skólahverfi í sveitum gátu fengið undanþágu frá
skólaskyldu 7, 8 og 9 ára barna, ef reynslan sýndi, að heimili gætu
annazt lestrarkennshi barnanna. BarnafræSslunni hefur lengst af verið
hagaS þannig, að fastir barnaskólar hafa starfað í kaupstöðum og kaup-
túnum, en sveitirnar hafa orðið að notast við farkennslu. Þó hafa all-
margir heimavistarskólar fyrir börn veriS reistir í sveitum síðustu 20
árin, og hafa þeir yfirleitt orðið mjög vinsælir.
Þegar barnaskólunum sleppti, gátu unglingar fengið framhaldsmennt-
un í almennum námsgreinum í héraðs- og gagnfræðaskólum, en um 20
slíkir skólar munu hafa verið hér á landi 1946. Allir þeir skólar hafa
gert mikiS gagn. Þeir hafa veitt fjölda fátækra unglinga aðstöðu til að
njóta meiri almennrar menntunar en barnaskólarnir gátu veitt þeim,
en gallinn á fyrirkomulagi þeirra var sá, að lítið samræmi var í starfi
þeirra, og þeir veittu nemendum sínum engin réttindi. Nemandi, sem
lokið hafði prófi í héraðs- eða gagnfræðaskóla, varð t. d. að ganga
undir sérstakt inntökupróf, ef hann ætlaði í iðnskóla eða kennaraskóla.
HugsaSi hann sér svo hátt að fara í menntaskóla, varð hann að afla sér
aukinnar þekkingar í ýmsum greinum oft með ærnum kostnaði. Þetta