Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 53
HVOLPUR 211 kenningum erlendra vísindamanna og heimspekinga, en jafnframt er sögukorninu ætlað að verða ofurlítil skuggsjá þeirrar bölsýni sem tvær stórstyrjaldir hafa leitt yfir æskulýð þjóðanna. Mér er engin launung á því, að ég hef afráðið að láta piltinn sálga sér eftir miklar þrenging- ar, en skilja við stúlkuna sjúka og örvilnaða, ef til vill geðbilaða. Óneitanlega fellur mér illa að þurfa að fara svona með þau, en fæ þó ekki við því spornað. Þetta á sem sé að verða raunsönn og vísindaleg smásaga, laus við alla tilfinningasemi, hárnákvæm eins og skýrsla efna- fræðings um tilraunir í rannsóknarstofu. Þegar ég er búinn að fara yfir minnisblöð mín og krossa við nokkr- ar athugasemdir sem mér virðast sérlega eftirtektarverðar, sezt ég á stólskrifli við lítið borð úti í horni, sný baki að glugganum og fer að skrifa. Ég skrifa mjög hægt og margles hverja setningu til að koma í veg fyrir að óvísindaleg, úrelt eða vafasöm hugtök slæðist inn í sög- una, ég gerilsneyði hana jafnóðum, strika út orð eins og ást og sál, vísa miskunnarlaust á bug allri linkind og hef sífellt í huga nýjustu uppgötvanir og kenningar. Klukkustund líður. Fyrst í stað sækist mér verkið ákaflega seint, en smám saman færist meiri hraði í vinnubrögð mín, það brakar í pennanum, setningarnar skunda fram hver á fætur annarri, hlaðnar kuldalegri þekkingu og rammri bölsýni, ég er kominn vel á veg og þykist sjá fram á að þetta verði góður vinnudagur, þegar ég hrekk við skyndilega, legg við hlustirnar og hætti að skrifa. Nei, mér hafði ekki misheyrzt. Óvæntur gestur er kominn heim að sumarbústaðnum, hættulegur gestur sem getur auðveldlega glapið fyrir mér og sett mig út af laginu. Það er hvolpur að gelta fyrir utan glugg- ann. Ég reyni að láta mér fátt um finnast, kreppi fingurna um sjálfblek- unginn og ætla að halda áfram að skrifa, en kemst brátt að raun um að hugurinn tollir ekki lengur við efnið. Hvolpurinn geltir án afláts, béff, béff, rétt eins og hann hafi einsett sér að gera mér ókleift að vinna. Það er ekkert undanfæri, mér er nauðugur einn kostur að reka hann burt með skömmum og illindum, ef mér á að verða eitthvað úr verki. Ég legg frá mér pennann og geng út. Hundurinn bóndans situr á þúfu rétt hjá sumarbústaðnum, en grá- flekkóttur hvolpangi hleypur kringum hann gjammandi, flýgur á hann eins og órabelgur og vill fá hann til að eltast við sig, skýzt frá honum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.