Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 126
284 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar náttúrubyltingar rayndu það vera, sem valda slíku fjöldadrápi lifandi vera með þúsunda eða milljóna ára millibili ? Uppi á ýmsum fjallgörðum þessa hnattar hafa fundizt leifar kræklinga og ann- arra sævardýra, er sýna og sanna, að þessi fjöll hafa einhvern tíraa verið undir sjó. Á hinn bóginn hafa rannsóknir á botni hafanna leitt í ljós, að neðan sjávar er landslagi svipað farið og ofan; þar eru fjallgarðar, dalir, sléttur og jafnvel gljúf- ur, sem líkjast engu frekar en gömlum árfarvegum. Allt bendir þetta til þess, að þar sem nú er hafsbotn, hafi einhvern tíma verið þurrt land. En enginn getur skýrt það, svo við sé hlítandi, hvernig meginlönd hafa risið úr sæ, en önnur sokkið, og hvers konar öfl hafa verið þar að verki. II í einu villuhverfi New York-borgar, Douglaston á Long Island, býr maður, sera hefur ekki einungis á reiðum höndum skýringar á þessari og mörgurn öðrum gát- um náttúrunnar, heldur þykist og sjá samhengið á milli þeirra. Hann heitir Hugh A. Brown og er rafmagnsverkfræðingur að lærdómi. Þetta er viðfelldnasti karl, nálega sjötugur að aldri, reifur og léttur í máli. Ilann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á náttúrurannsóknum og varið öllum tómstundum sínum til slíkra hluta. Hann lætur ekki dekstra sig til að leysa frá skjóðunni, en útskýrir fúslega þær fræðilegu niðurstöður, sem hann hefur komizt að og vakið hafa allmikla athygli í Ameríku á síðustu árum. Skýring Browns er á þá leið, að með nokkurn veginn reglulegum millibil- um velti jörðin á hliðina, ef svo mætti segja, þ. e. að jarðöxullinn hnykkist skyndilega til um hvorki meira né minna en unt það bil 90 gráður. Við þessa rösk- un myndast ný heimskaut á breiddarstigum, sem áður voru við miðjarðarlínu eða þar í nánd, en hin nýja miðjarðarlína liggur nú um svæði, sem áður voru hulin reginjöklum heimskautanna. Þessi röskun jarðöxulsins hefur vitanlega í för með sér ægilegar náttúruhamfarir, sem hljóta að tortíma öllu lífi á miklum hluta hnatt- arins. Uthöfin slöngvast úr sínum núverandi skorðum, himingnæfandi flóðbylgjur rísa og æða yfir löndin, týnandí hverri lífveru, sem fyrir verður. Að lokum lægir svo hafrótið, vatnsógrynnin leita jafnvægis, og aftur kemst kyrrð á. En hér gerist margt á samri stundu. Jökulflæmi heimskautanna eru nú-allt í einu niður komin í brunabeltinu, og glóð hinna lóðréttu sólgeisla vinnur sitt verk. Leysingin verður ofsalegri en orð fá lýst. Jökulhlaup og beljandi vatnsflóð valda gífurlegu raski á yfirborði jarðar. Engan þarf að undra, þótt skipting láðs og lagar verði nokkuð önnur en fyrr eftir slíkar hamfarir. Og ný heimskaut myndast á slóðum, þar sem lífið dafnaði fyrrum við ofgnótt flestra hluta. Þar frýs nú á svipstundu allt, sem frosið getur. Því loftslagsbreytingin verður svo skyndileg, að hún gerist bókstaf- lega í einu vetfangi. Ef fallizt er á þessa kenningu Browns, skýrist margt það í jarðsögunni, er áður var mistri hulið. Með henni er skýring fengin á hinum svonefndu ísöldum, er virð- ast hafa gengið yfir jörðina — eða hluta hennar — hver eftir aðra, með vissum millibilum, en jarðfræðingar þykjast nú geta greint á milli að minnsta kosti fimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.