Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 55
HVOLPUR 213 Kol gamla, sjáðu hvað hann er kurteis og alvarlegur, þó að hann sé bara venjulegur hundur og geri sér öngva grein fyrir þjáningum mannkynsins né þeim sköpum sem allar lífverur á jörðinni eru dæmd- ar til að lúta. I stað þess að líta á hundinn bóndans fer hvolpurinn að tanna reim- arnar á skónum mínum, iðar allur af fjöri og kátínu, japlar á þeim eins og roði, glefsar í lykkjurnar á næsta óvirðulegan hátt og togar í þær hvað eftir annað, unz ég stjaka við honum og segi honum að skammast sín, — hann geti haft annað milli tannanna en skóreimarnar mínar. Hættu þessu narti asninn þinn! segi ég og læzt vera vondur. Snautaðu burt! Hvolpurinn hrökldast frá mér þegjandi og hverfur bak við sumarbú- staðinn, en ég sit kyrr og lít óvart út á vatnið. Auðvitað fá þeir ekki bröndu, hugsa ég, verða ekki einu sinni varir. Kolur gamli leggur haus- inn á hné mér og mænir á mig blíðum augum. Eg fer að velta því fyrir mér hvort sú tryggð og góðvild, sem skín úr augum flestra hunda, yrði jafn einlæg og fölskvalaus, ef þeir gætu allt í einu flutt langar ræður eins og alþingismenn. Ég sé fyrir mér kosningafund allra hunda í sýslunni og heyri áróður þeirra og röksemdir: Mér dettur ekki í hug að fara að svara þeim óhróðri sem á mig hefur verið borinn, enda vita allir að síðasti ræðuhundur er auðnuleysingi og flækingsgrey, ger- sneyddur allri ábyrgðartilfinningu og þjóðhollustu, hættulegur erind- reki útlendrar öfgastefnu og á sér ekki heitari ósk en þá að koma okkur öllum á vonarvöl. Það kann að vera að ég sé heldur ljótur og lubbaleg- ur, en ég vil aðeins minna ykkur á það háttvirtir áheyrendur, að ég hef nú um sex ára skeið verið velmetinn þjónn Jónatans lýðræðisbónda í Vesturgörðum, sem allir bera lotningu fyrir, og þykist því vera jafn fær um að gegna vandasömum trúnaðarstörfum og þessi öfgaseppi sem hér var að gjamma um ófríðleik minn. Fari svo að ég verði kosinn, þá skal ég reyna að sjá um að kjósendur mínir fái nóg bein, já úrvalsbein er mér óhætt að segja, betri bein og Ijúffengari en nokkrir aðrir rakk- ar í þessum landsfjórðungi. Ennfremur mun ég stuðla að því eftir megni, að svonefndir hundaskammtar, sem ég vil reyndar kalla heilsu- bótarduft eða meltingarlyf, verði bráðlega endurbættir og gerðir mun bragðbetri en nú tíðkast, svo að þeir líkist helzt nýsoðnu dilkakjöti hjá Jónatan lýðræðisbónda í Vesturgörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.