Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 23
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
181
Unninn Noregur og réttarstaða íslands
I september árið 1535 var Dóróþea, dóttir Kristjáns II., gift kaþólsk-
um fursta. Um haustiÖ ritaði keisari Ólafi erkibiskupi og lofaði hjálp
sinni til þess að vinna ríki Kristjáns II. furstanum til handa. Þegar
erkibiskupi barst þetta bréf, hóf hann uppreist, fangelsaði helztu and-
stæðinga sína og lét taka tvo þeirra af lífi. Þetta gerðist-í jan. 1536.
Það ár leið án þess að nokkur hjálp bærist frá keisara, en vorið 1537
sendi Kristján III. skipalið til þess að brjóta niður uppreist erkibiskups
í Noregi. Ólafur Engilbrektsson beið ekki herskipanna, heldur flýði til
Niðurlanda og andaðist þar tæpu ári síðar. Dönum var auðveldur eftir-
leikurinn í Noregi. Sumarið 1537 voru danskir aðalsmenn settir á öll
helztu lén landsins og biskuparnir, sem til náðist, annað hvort fangels-
aðir eða settir af embættum. I skuldbindingarskrá Kristjáns III. frá
1536 stendur: „Hagi almáttugasti guð því þannig, að vér fáum brotið
til hlýðni við oss umrætt Noregsríki eða einhver lén þess, slot eða
sýslur, þá skal það vera og verða undir dönsku krúnunni eins og eitt af
löndunum Jótlandi, Fjóni eða Sjálandi, og hér eftir á það ekki að
teljast sjálfstætt konungsríki, heldur hluti af danska ríkinu og lúta
dönsku krúnunni til eilífðar.“ Noregur var því orðinn óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis. En hver var þá réttarstaða íslands?
Islendingar lýsa því á alþingi 1535, að þeir séu eiðsvarnir norsku
krúnunni, og vilja engan umboðsmann yfir sig, sem ekki sé tilnefndur
af réttum Noregs kóngi. Yfirstjórn Noregs hvarf nú í hendur danska
ríkisráðsins og konungs, sem hafði brotizt til valda með herafla. ís-
lendingar virðast ekki hafa velt þessum málum mikið fyrir sér. Kristján
III. var konungur Noregs de facto, þess vegna tóku þeir við embættis-
mönnum hans, en neyddust að vísu brátt til að afsegja suma og kála
öðrum. Kristján III. var konungur af náð dansk-þýzka aðalsins eða
réttar sagt þýzk-danska, og stjórnarstefna hans var fyrst og fremst mið-
uð við hagsmuni þessara máttarviða konungsvaldsins, eftir því sem
tíminn leiddi slíkt í ljós. Ef aðallinn hefur talið það þjóna bezt hags-
munum sínum að gera Noreg að héraði úr Danmörku 1536, þá kom
brátt í ljós, að sú ráðabreytni dró dilk á eftir sér, því að Norðmenn
eignuðust við það sama rétt í Danmörku og Danir sjálfir. 1541 var
stjórnin því farin að tala um hið norska ríki að nýju, en þar hafði