Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 97
THOR VILHJÁLMSSON: Sérvizka París 16,—L—1950 Fyrst var elding og þruma eftir henni og svo var ekkert um stund unz...... nóttin sem hafði gert umsátur um hús mitt sagði við mig: komdu. Ég stóð upp úr rúmi mínu og stóð augnablik kyrr í tunglskininu sem hafði dottið inn um gluggann minn og lét það silfra mig. Svo fór ég út. Tunglið var kringlótt og hló að mér. Stjörnurnar voru eins og dögg í grasi. Það var kyrrt úti og frost. Ég gekk lengi. Jörðin var hörð af frosti undir fótum mínum. Þeir voru berir. Á veginum voru frosnar fellingar. Þær voru egghvassar eins og rakhnífar. Það var eins og vegurinn hefði verið gerður af rak- arasveinum sem hefðu lagt hnífum sínum upp í mótmælaskyni. Á eftir mér var rauð slóð. En ég fann ekkert til. Skynjun mín var öll dofin og ekkert orkaði verulega á mig. Það var eins og ég gengi í svefni. Kann- ske var ég dauður. Ég vissi það ekki og ég reyndi ekki að vita það. Hvergi var neitt líf. Aðeins var vegurinn með hárbitrar fellingar sínar, stjörnurnar og máninn sem hló við mér eins og rotnandi andlit af hettu- munki í djöfullegum grafreit þeirra í Róm. Helbrostið hlæjandi andlit mánans sem hæddi mig en það skipti mig engu. Beggja megin vegarins var auðn, urðarholt sem enduðu hvergi. Ég gekk og gekk. Ég gekk þangað til að skyndilega reis fyrir mér hrikaleg kirkja sem minnti mig á herkastala í gotneskum stíl. Henni skaut allt í einu upp úr jörðunni óhugnaðarlega og hljóðlaust og mað- ur sá ekki hvernig jörðin opnaðist fyrir henni. Hún batt enda á veginn með komu sinni, vegurinn hafði áður virzt óendanlegur. Á bak við hana var himinninn rauður eins og eldfjall að gjósa á mynd eftir Hokusai. Ég tók þá eftir því að allar stjörnur voru þá horfnar og mán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.