Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 45
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
203
verk, þar sem fariíf var með líkami þeirra. Voru þeir síðan grafnir „í
Hóladómkirkju fyrir framan kórdyrnar þvert yfir frá kapellunni11.
Farmur herskipanna
Því miður höfðu Islendingar ekki rænu á að koma skýrslu til kon-
ungs um afdrif þeirra feðga veturinn 1550—51 og forða landinu
þannig frá því að vera herjað að nýju. Skipaferðir voru að vísu
sjaldgæfar héðan um hávetur, en ekki virðist Ogmundur biskup Páls-
son hafa sett fyrir sig að sigla til Þýzkalands í skammdeginu, þegar
honum lá lítið við. Konungur bjó því skipalið til landsins til þess að
handtaka Jón Arason og alla hans menn, láta landsmenn vinna sér og
eftirkomendum sínum hollustueiða, leysa Martein biskup úr haldi og
setja Ólaf Hjaltason á biskupsstólinn nyrðra. Fjögur herskip sigldu til
íslands frá Danmörku þetta vor, tvö til Suðurlands og
„Herra Kristján
herskip sendi
tvö á Eyjafjörð
með trú hreina,“
sagði Einar Sigurðsson síðar í ævisöguflokki sínum. Dönum var auð-
vitað hvergi veitt nein mótstaða, svo að þeir komu öllu sínu fram og
ræntu hér stórmiklu fé í skartgripum og fasteignum. Kristján Friðriks-
son var nú endanlega hylltur til konungs af íslendingum og Lúthers-
trú innleidd í landið. En þrátt fyrir þetta voru íslendingar ekki gjör-
sigruð þjóð. Otti Stígsson höfuðsmaður og Eggert Hannesson lögmað-
ur verða að leggja hönd á helga bók og sverja, að þeir skuli „halda
hvern mann við lög og rétt, ríkan sem fátækan, eftir því sem Noregs-
konungar hafa oss játað og samþykkt hefur verið milli náðugasta
herra kóngsins og þegnanna hér á Islandi, sem réttum hirðstjóra ber
að gera og íslandslögmanni að halda“. Þótt íslenzkir menn væru bæði
hálshöggnir og hjóldregnir þetta sumar, „og margur galt þá bæði
sakaðir og saklausir fyrir norðan og sunnan,“ þá varð konungur og
umboðsmenn hans að viðurkenna, að ísland væri frjálst skattland inn-
an danska ríkisins. Alþingi á Þingvelli við Öxará, lög landsmanna og
réttindaskrár greindu þá stjórnarfarslega frá öðrum þjóðum, og kon-
ungur viðurkenndi staðreyndina.