Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 45
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 203 verk, þar sem fariíf var með líkami þeirra. Voru þeir síðan grafnir „í Hóladómkirkju fyrir framan kórdyrnar þvert yfir frá kapellunni11. Farmur herskipanna Því miður höfðu Islendingar ekki rænu á að koma skýrslu til kon- ungs um afdrif þeirra feðga veturinn 1550—51 og forða landinu þannig frá því að vera herjað að nýju. Skipaferðir voru að vísu sjaldgæfar héðan um hávetur, en ekki virðist Ogmundur biskup Páls- son hafa sett fyrir sig að sigla til Þýzkalands í skammdeginu, þegar honum lá lítið við. Konungur bjó því skipalið til landsins til þess að handtaka Jón Arason og alla hans menn, láta landsmenn vinna sér og eftirkomendum sínum hollustueiða, leysa Martein biskup úr haldi og setja Ólaf Hjaltason á biskupsstólinn nyrðra. Fjögur herskip sigldu til íslands frá Danmörku þetta vor, tvö til Suðurlands og „Herra Kristján herskip sendi tvö á Eyjafjörð með trú hreina,“ sagði Einar Sigurðsson síðar í ævisöguflokki sínum. Dönum var auð- vitað hvergi veitt nein mótstaða, svo að þeir komu öllu sínu fram og ræntu hér stórmiklu fé í skartgripum og fasteignum. Kristján Friðriks- son var nú endanlega hylltur til konungs af íslendingum og Lúthers- trú innleidd í landið. En þrátt fyrir þetta voru íslendingar ekki gjör- sigruð þjóð. Otti Stígsson höfuðsmaður og Eggert Hannesson lögmað- ur verða að leggja hönd á helga bók og sverja, að þeir skuli „halda hvern mann við lög og rétt, ríkan sem fátækan, eftir því sem Noregs- konungar hafa oss játað og samþykkt hefur verið milli náðugasta herra kóngsins og þegnanna hér á Islandi, sem réttum hirðstjóra ber að gera og íslandslögmanni að halda“. Þótt íslenzkir menn væru bæði hálshöggnir og hjóldregnir þetta sumar, „og margur galt þá bæði sakaðir og saklausir fyrir norðan og sunnan,“ þá varð konungur og umboðsmenn hans að viðurkenna, að ísland væri frjálst skattland inn- an danska ríkisins. Alþingi á Þingvelli við Öxará, lög landsmanna og réttindaskrár greindu þá stjórnarfarslega frá öðrum þjóðum, og kon- ungur viðurkenndi staðreyndina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.