Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 119
P. M. M I T C H E L L:
Friedrich Hölderlin
Með líðandi öld tóku nokkrir þýzkir gagnrýnendur og rithöfundar
að gefa vaxandi gaum að skáldverkum, sem rituð voru af höfundi ein-
um aldargömlum. í fyrstu kunni að vaka fyrir þeim bókmennta-hirðu-
semin ein, tilraun til að forða gleymdu skáldi frá glötun. En þeim varð
bráðlega ljóst, að Friedrich Hölderlin, sá sem truflaðist á geðsmunum
árið 1806, þá 36 ára gamall, en treindist líkamsaldur til 1843, hafði
unnið svo merk skáldverk, svo þróttmikil og gagnauðug, að þau létu
ekki tímabindast af viðjum bókmenntasögunnar. Og síðan hefur Höl-
derlin vaxið jafnt og þétt í augum landa sinna og í augum alls bók-
menntaheims, að vísu hægt, því fram að heimsstyrjöldinni fyrri var
ekki til nein traust útgáfa af verkum hans. Mörg kvæðanna voru ein-
ungis kunn í textabrotum, sem oft voru auk þess villandi af mislestri
og prentvillum. Þar að auki var skáldskapur Hölderlins ekki auðlesinn,
og svo er enn. Hann er ekkert leikandi ljóðsveim, heldur djúptækur
harmsöngur. Hann er ekki endurskin hversdagsleikans, síður en svo,
Hölderlin skóp sinn hugarheim á grunni þýzkrar hugsjónastefnu, sem
átti til samaldra hans að telja og stóð djúpum rótum í hugvenjum forn-
aldarinnar og kristindómsins.
Það þarf svo sem ekki þjálfaða bókmenntasál til að meta slíkt kvæði
eftir Hölderlin sem til dæmis „Vórt hálfa líf“:
Með ferskum gulum perum
Og fullt af villtum rósum
Svífur bárunnar land,
Þið björtu svanir,
í kossa draumvímu
Þið drepið höfði
í vatnsins véhelgu ró.