Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 78
236
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
taka að fléttast saman við hinn stórbrotna glæp, sem heilsteyptuin og
harðgerðum misindismönnum einum var samboðinn. Framkvæmdir
málsins voru stórbrotnar. Þær virtust vitna um óbugandi hugrekki og
viljafestu, sem hvergi lætur undan síga, hvaða torfærur, sem á vegin-
um kunna að verða, og hvílíkar sem þær hættur eru, sem við blasa
framundan. Ótvíræð ákvæði í stjórnarskrá hins nýstofnaða lýðveldis
eru ekki þyngri á metunum í ofurmóði framkvæmdanna en viðurlag í
gömlum vikivaka, einhuga mótmæli frá flestum þeim stöðum á landinu,
sem nokkuð létu til sín heyra, var sem vindur þyti um eyru, uppreistir
heilla hópa í stjórnarflokkunum var eins og vatn stökkt á gæs, óum-
deilanlegur réttur þjóðar, sem býr við lýðræðisskipulag, til að marka
stefnu í örlagaríkustu málurn sínum, var ekki meiri tálmun fyrir fram-
kvæmd en einþætt vírgirðing strokuklári. Og hinir hugumstóru fram-
kvæmdamenn voru ekki á neinn hátt að gylla fyrir sér ástandið fram
yfir það, sem efni stóðu til. Þeir auglýstu það svo stórum rúnum og
sterkum litum sem kostur var á, að hinum stærstu hugsanlegum hætt-
um væru þeir reiðubúnir að bjóða byrginn. Upphlaup tuga þúsunda í
Reykjavík skyldi kveðið niður svo auðveldlega sem slagsmál á Hótel
Borg. Og þótt aldrei kæmi reyndar til neins, þá voru öll tæki sett í
gang og haldin hersýning, svo að enginn gæti efazt um, hverju til væri
að dreifa, ef á þyrfti að halda. Og það var haldið áfram að bæta inn
nýjum dráttum til að vefja aðdáun öðrum þræði með ógninni, sem
stóð af því skefjalausa valdi, sem lét nú að sér kveða. Það var dregin
upp mynd af æðsta fulltrúa þeirrar samkundu, sem ódæðið framdi,
hann stóð keikur og bauð skothríð andstæðinganna byrginn, skeytti
hvorki um sár né bana, en stóð á verði sínum með sömu trúmennsk-
unni og Sveinn Dúfa. Og önnur mynd kom af ráðherra, sem í miðri
orrahríðinni varð ljóð af munni, svo að helzt minnti á Þormóð Kol-
brúnarskáld, er hann dró úr brjósti sér örina, sem hann hlaut við
hjartastað í baráttunni fyrir sinn heilaga konung. Og þjóðin hlustar
og skynjar, en hugrenningar hennar eru fólgnar undir stálbrynju ís-
kaldrar þagnar.
En svo koma nýir drættir annarrar tegundar hver af öðrum: Dóms-
málaráðherra á fjórum fótum með rassinn upp í loftið, utanríkisráð-
herra í sjúkraflugvél vestur um haf og tilkynnir þar, að það hafi átt að
drepa sig, og þó framar og ofar öllu öðru: forsætisráðherra, sem ljóst-