Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 143
MÁL OG MENNING Eitt af verkefnum Máls og menningar er að koma í hendur alþýðu beztu verkum íslenzkra höfunda jafnóðum og félaginu gefst kostur á. Urval Sigurðar Nordals úr Andvökum Stephans G. og Rit Jóhanns Sigurjónssonar eru félagsmönnum verð- mæti sem þeir vildu ekki vera án. Nú bætist við Bréf til Láru eftir Þórberg ÞórS- arson. Við höfum komizt að samkomulagi við höfundinn og Ragnar Jónsson, for- stjóra Helgafells, um að Mál og menning fái Bréf til Láru til útgáfu handa félags- mönnum, en Helgafell gefur bókina út til sölu á frjálsum markaði. Bréf til Láru er þótt ekki sé nema 25 ára þegar í flokki sígildra verka íslenzkra og varð á auga- bragði fræg bók. Árum saman hefur Bréfið verið uppselt og þótt fengur ef komið hefur eintak til fornbóksala. Á sextugsafmæli Þórbergs í fyrra var bókin gefin út í 250 eintökum aðeins til gjafa, en að öðru leyti verðlögð á 500 kr. eintakið. Af þeim fjölmenna hópi sem er í Máli og menningu mun Bréfið vera í tiltölulega fárra höndum, það hefur orðið ein af þeim bókum sem eru eins og lesnar upp til agna, og til ungu kynslóðarinnar sem farið hefur hennar alveg á mis á hún ekki síður í dag fullt erindi. Bréf til Lám fer ekki heldur að þessu sinni eitt saman, höfundur ritar þar nýjan viðbæti og tekur samtíð sína enn rækilega til bæna. Eft- irmálinn er yfir tvær arkir, ritaður af fjöri og andríki, svo að vafasamt er að Þór- bergi hafi öðru sinni tekizt betur upp. Með Bréfi til Láru og tímaritsheftinu sem fylgir er útgáfu Máls og menningar á þessu ári lokið. Við höfum þá gefið út þrjár bækur og tímaritið sem er þeirra stærst, með öðrum orðum fjórar myndarlegar bækur fyrir aðeins 50 krónur. Þegar athugað er að hvert íburðarlaust tímarit kostar nú kringum 30 kr. árgangurinn og varla fæst nokkur bók undir 50 kr. býður Mál og menning vissulega kostakjör, enda er nú eflaust teflt á tæpasta vað með að útgáfan standi undir sér. Það er þó síður en svo ætlun mín að dást að því hve Mál og menning gefi mik- ið út. Hvert ár sem ég lít yfir útgáfuna svíður mig einmitt sárast hvað lítil hún er. Verðgildi 50 króna sem félagið er bundið við rýmar nú með hverjum mánuði, og verður því ekki lengur með sama árgjaldi unnt að halda útgáfunni í horfinu. Sennilega þykir það dirfskufull stefna og jafnvel hörkuleg að auka þá verulega útgjöld félagsmanna þegar þrengir í ári. En þó er svo reyndar ekki ef rétt er á litið. Mál og menning er í eðli sínu samtök almennings til menningarlegrar vam- ar á þröngum árum. Þegar velmegun ríkir og menn hafa næga peninga er þeim sama þótt þeir kaupi bækur háu verði. Einmitt þegar herðir að bindast menn sam- tökum sér til vamar, þar á meðal til að spara sér útgjöld fyrir bókum, en án bóka er ekkert líf. Mál og menning er til þess stofnað að berjast með alþýðu í fátækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.