Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Blaðsíða 64
222 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sér, og ég er farinn að halda, að hann ætli að skreppa aftur inn í kof- ann, því að hvað eftir annað lítur hann á hurðina, sem er rekin saman úr kassafjölum og ber virðulega áletrun: Made in USA. Þegar til kemur fer hann þó ekki inn í kofann, heldur gengur brott frá honum þegjandi, með tignarlegum hnykkjum og voldugum stélfjaðrasveiflum, skálmar ofan túnið eins og herforingi og stefnir á bæinn. Hann er óvenju gleiðstígur og sækir í einni lotu að fjósforinni, sem er óbyrgð að mestu, því að bóndinn hefur rifið ofan af henni fúadrumba og ryðgað bárujárn og ætlar að smíða á hana traustari þekju. Þarna hinkr- ar hann við stundarkorn og býður ósýnilegum óvinum birginn, heldur síðan áfram með dularfullri varfærni, eins og hann sé að fara yfir jarðsprengjusvæði, læðist meðfram hlöðu og skemmu, gengur á tán- um yfir hlaðvarpann og hoppar loks upp á kálgarðsvegginn. Þegar hann sér engan úti við og telur sig nokkurnveginn óhultan, belgist hann allur af drambi, kallar á þegna sína og rekur upp glymjandi siguróp. Hæ! hó! Nú skal gera usla í garðinum fólksins! Þá verður það að glaðlynd og óhátíðleg persóna kemur til skjalanna og veldur þeim tíðindum, sem mér er nær að halda að séu einsdæmi í veraldarsögunni. Hvolpurinn hefur sem sé legið í leyni og horft á Hans Göfugu Tign nálgast, sjálfan Lávarð hænsnanna. Þegar sigurópin glymja sem hæst og stélfjaðrirnar sveiflast eins og röndóttur fáni, skýzt hann fyrirvaralaust fram úr fylgsni sínu og sendist gjammandi upp á kálgarðsvegginn, reiðubúinn að tuskast við þennan sérkennilega hljóðabelg, en haninn snöggþagnar líkt og fjandinn hafi birzt honum í öllum hertygjum, gleymir á svipstundu því göngulagi sem honum er samboðið, hleypur undan í ofboði, sést ekki fyrir á flóttanum og ganar beint út í fjósforina. Guð sé oss næstur! Þarna berst hann um í forinni með ámátlegum skrækjum eins og hann sé að drukkna, en hvolpurinn stendur á barm- inum og horfir grallaralaus á þessar voðalegu aðfarir. Ég snarast út með flugnahylkið mitt í hendinni og er kominn hálfa leið á slysstaðinn þegar haninn, eða réttara sagt eitthvað sem líkist honum bröltir upp úr forinni. Hann er rennvotur, það lekur úr honum, stélfjaðrirnar lafa, óþverrinn drýpur af sepa og kambi. Hvolpurinn virðist skynja alvöru þessarar stundar, því að hann gengur til hans, dillar rófunni, vill vingast við hann og hugga hann í þessari ódæma hrellingu og nið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.