Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 23
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN 181 Unninn Noregur og réttarstaða íslands I september árið 1535 var Dóróþea, dóttir Kristjáns II., gift kaþólsk- um fursta. Um haustiÖ ritaði keisari Ólafi erkibiskupi og lofaði hjálp sinni til þess að vinna ríki Kristjáns II. furstanum til handa. Þegar erkibiskupi barst þetta bréf, hóf hann uppreist, fangelsaði helztu and- stæðinga sína og lét taka tvo þeirra af lífi. Þetta gerðist-í jan. 1536. Það ár leið án þess að nokkur hjálp bærist frá keisara, en vorið 1537 sendi Kristján III. skipalið til þess að brjóta niður uppreist erkibiskups í Noregi. Ólafur Engilbrektsson beið ekki herskipanna, heldur flýði til Niðurlanda og andaðist þar tæpu ári síðar. Dönum var auðveldur eftir- leikurinn í Noregi. Sumarið 1537 voru danskir aðalsmenn settir á öll helztu lén landsins og biskuparnir, sem til náðist, annað hvort fangels- aðir eða settir af embættum. I skuldbindingarskrá Kristjáns III. frá 1536 stendur: „Hagi almáttugasti guð því þannig, að vér fáum brotið til hlýðni við oss umrætt Noregsríki eða einhver lén þess, slot eða sýslur, þá skal það vera og verða undir dönsku krúnunni eins og eitt af löndunum Jótlandi, Fjóni eða Sjálandi, og hér eftir á það ekki að teljast sjálfstætt konungsríki, heldur hluti af danska ríkinu og lúta dönsku krúnunni til eilífðar.“ Noregur var því orðinn óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. En hver var þá réttarstaða íslands? Islendingar lýsa því á alþingi 1535, að þeir séu eiðsvarnir norsku krúnunni, og vilja engan umboðsmann yfir sig, sem ekki sé tilnefndur af réttum Noregs kóngi. Yfirstjórn Noregs hvarf nú í hendur danska ríkisráðsins og konungs, sem hafði brotizt til valda með herafla. ís- lendingar virðast ekki hafa velt þessum málum mikið fyrir sér. Kristján III. var konungur Noregs de facto, þess vegna tóku þeir við embættis- mönnum hans, en neyddust að vísu brátt til að afsegja suma og kála öðrum. Kristján III. var konungur af náð dansk-þýzka aðalsins eða réttar sagt þýzk-danska, og stjórnarstefna hans var fyrst og fremst mið- uð við hagsmuni þessara máttarviða konungsvaldsins, eftir því sem tíminn leiddi slíkt í ljós. Ef aðallinn hefur talið það þjóna bezt hags- munum sínum að gera Noreg að héraði úr Danmörku 1536, þá kom brátt í ljós, að sú ráðabreytni dró dilk á eftir sér, því að Norðmenn eignuðust við það sama rétt í Danmörku og Danir sjálfir. 1541 var stjórnin því farin að tala um hið norska ríki að nýju, en þar hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.