Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Síða 126
284
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ar náttúrubyltingar rayndu það vera, sem valda slíku fjöldadrápi lifandi vera með
þúsunda eða milljóna ára millibili ?
Uppi á ýmsum fjallgörðum þessa hnattar hafa fundizt leifar kræklinga og ann-
arra sævardýra, er sýna og sanna, að þessi fjöll hafa einhvern tíraa verið undir sjó.
Á hinn bóginn hafa rannsóknir á botni hafanna leitt í ljós, að neðan sjávar er
landslagi svipað farið og ofan; þar eru fjallgarðar, dalir, sléttur og jafnvel gljúf-
ur, sem líkjast engu frekar en gömlum árfarvegum. Allt bendir þetta til þess, að
þar sem nú er hafsbotn, hafi einhvern tíma verið þurrt land. En enginn getur skýrt
það, svo við sé hlítandi, hvernig meginlönd hafa risið úr sæ, en önnur sokkið, og
hvers konar öfl hafa verið þar að verki.
II
í einu villuhverfi New York-borgar, Douglaston á Long Island, býr maður, sera
hefur ekki einungis á reiðum höndum skýringar á þessari og mörgurn öðrum gát-
um náttúrunnar, heldur þykist og sjá samhengið á milli þeirra. Hann heitir Hugh
A. Brown og er rafmagnsverkfræðingur að lærdómi. Þetta er viðfelldnasti karl,
nálega sjötugur að aldri, reifur og léttur í máli. Ilann hefur alla tíð haft mikinn
áhuga á náttúrurannsóknum og varið öllum tómstundum sínum til slíkra hluta.
Hann lætur ekki dekstra sig til að leysa frá skjóðunni, en útskýrir fúslega þær
fræðilegu niðurstöður, sem hann hefur komizt að og vakið hafa allmikla athygli
í Ameríku á síðustu árum.
Skýring Browns er á þá leið, að með nokkurn veginn reglulegum millibil-
um velti jörðin á hliðina, ef svo mætti segja, þ. e. að jarðöxullinn hnykkist
skyndilega til um hvorki meira né minna en unt það bil 90 gráður. Við þessa rösk-
un myndast ný heimskaut á breiddarstigum, sem áður voru við miðjarðarlínu eða
þar í nánd, en hin nýja miðjarðarlína liggur nú um svæði, sem áður voru hulin
reginjöklum heimskautanna. Þessi röskun jarðöxulsins hefur vitanlega í för með
sér ægilegar náttúruhamfarir, sem hljóta að tortíma öllu lífi á miklum hluta hnatt-
arins. Uthöfin slöngvast úr sínum núverandi skorðum, himingnæfandi flóðbylgjur
rísa og æða yfir löndin, týnandí hverri lífveru, sem fyrir verður. Að lokum lægir
svo hafrótið, vatnsógrynnin leita jafnvægis, og aftur kemst kyrrð á. En hér gerist
margt á samri stundu. Jökulflæmi heimskautanna eru nú-allt í einu niður komin
í brunabeltinu, og glóð hinna lóðréttu sólgeisla vinnur sitt verk. Leysingin verður
ofsalegri en orð fá lýst. Jökulhlaup og beljandi vatnsflóð valda gífurlegu raski
á yfirborði jarðar. Engan þarf að undra, þótt skipting láðs og lagar verði nokkuð
önnur en fyrr eftir slíkar hamfarir. Og ný heimskaut myndast á slóðum, þar sem
lífið dafnaði fyrrum við ofgnótt flestra hluta. Þar frýs nú á svipstundu allt, sem
frosið getur. Því loftslagsbreytingin verður svo skyndileg, að hún gerist bókstaf-
lega í einu vetfangi.
Ef fallizt er á þessa kenningu Browns, skýrist margt það í jarðsögunni, er áður
var mistri hulið. Með henni er skýring fengin á hinum svonefndu ísöldum, er virð-
ast hafa gengið yfir jörðina — eða hluta hennar — hver eftir aðra, með vissum
millibilum, en jarðfræðingar þykjast nú geta greint á milli að minnsta kosti fimm