Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Side 35
JÓN BISKUP ARASON OG SIÐASKIPTIN
193
ján III.: „Þessi biskup hefur á margan annan hátt hagað sér ósæmi-
lega og sem óhlýðinn þegn, og þykjumst vér sjá mega, að þetta myndi
hann ekki haft gert, ef Hamborgarar hefðu ekki hvatt hann til þess.“ í
Oddeyrardómi 1551 segir, að Jón hafi ætlað að koma landi og þjóð
undir aðra þjóðhöfðingja. Þótt engin skjalleg gögn finnist enn um
sainninga Jóns Arasonar við Þjóðverja, Englendinga eða Hollendinga,
þá eiga allar þessar þjóðir allmikilla hagsmuna að gæta hér á landi,
svo að fullvíst má telja, að einhverjir þegnar þeirra hafi haft náin sam-
bönd við Jón biskup. Það er vitað, að bæði Þjóðverjar og Englending-
ar gera sér mikið far um að efla hér útgerð sína og verzlun og áttu því
í brösum við umboðsmenn konungs, því að Kristján III. vildi koma
verzlun íslendinga sem mest í hendur Dana. Englendingar háðu styrj-
öld við Hansamenn og Dani um 1470 út af íslandsverzluninni, en landa-
fundirnir miklu breyttu svo gildi íslands í verzlun Evrópubúa og fisk-
veiðum, að ekkert ríki var framar fúst til þess að leggja í vafasama
styrjöld einungis út af íslandsverzluninni. Af þessum sökum getur ver-
ið, að einstakir kaupmenn hafi borið sig borginmannlegar en þeim
bar við Jón Arason og jafnvel fullvissað hann um styrk stjórna sinna,
þótt þeir vissu, að sá styrkur yrði aldrei veittur, ef Jón yrði dæmdur
uppreistarmaður gegn konungi. Jón Arason hefur þó sennilega aldrei
reynt að ráða ísland undan Danakonungi með samningum við stjórnir
annarra ríkja, en hann hefur leitað stuðnings erlendra manna til
styrktar málstað kaþólsku kirkjunnar hér á landi. Við slíkar málaleit-
anir hefur hann e. t. v. lofað enskum eða þýzkum kaupmönnum að
styrkja verzlun þeirra hér á landi, en til þess hafði hann fulla heimild
sem íslenzkur höfðingi samkvæmt lögum landsins, enda lýsir konung-
ur yfir því 1549 í bréfi til Hamborgar, að íslendingar sjálfir hafi fyrst
og fremst rétt til verzlunar í landi sínu. Átökin milli konungs og kaup-
manna um íslandsverzlunina hörðnuðu stöðugt, eftir því sem leið á 5.
tug 16. aldar, og gætni konungs eða jafnvel undanlátssemi hans við
íslendinga, t. a. m. Gissur Einarsson og Jón Arason, verður ekki skilin
nema haft sé í huga, að hér á landi átti konungur ekki eingöngu í
höggi við íslendinga, heldur einnig Englendinga og Þjóðverja.
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1950
13