Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1950, Page 7
RITSTJÓRNARGREINAR 165 garði, t. d. á Hrafnsíjarðareyri, í Skjaldabjarnarvík og í Reykjafirði — þar meira að segja þrjú, og bóndinn sagðist hafa gert sér að skyldn að halda einu þeirra við. Hvernig stendur á þessum utangarðsleiðum? Um Hall á Horni vita rnenn að hann lét grafa sig yfirsaungvalaust í túni sínu; ég hef ekki kynt mér tildrög þess; máttu uppvísir heiðíngjar liggja utangarðs á 18. öld? Voru þess dæmi í afskekt- um stöðum, þar sem ilt var að ná til kirkju, að menn væru grafnir í heimahögum? Aungvar sagnir eru leingur bundnar þessum leiðum, þau eru ráðgátur. Væri ekki þess vert að rjúfa þau til að gánga úr skugga um hvort þetta séu í rauninni grafir manna; og væri undarlegt ef sannaðist, svo ríkt sem geingið var eftir því, og er enn, að menn fái leg við kirkju. Um leiðið á Hrafnsfjarðareyri (hér er ekki átt við Fljóðuhól) er sú gömul sögn að kellíng ein forn í skapi, sem þar hafði leingi átt heirna, hafi látið grafa sig í túnjaðrinum, á mótum mýrar og valllendis, þaðan sem útsýni er best ulareftir firði. Eftir því gamla lögmáli að snúa þjóðsögum uppá fræga menn ef snertipúnktur er til, er á síðustu áratugum farið að segja að Fjalla- eyvindur sé grafinn í þessu forna leiði; en Halla var sem kunnugt er frá Hrafns- fjarðareyri, og þar bjuggu þau Eyvindur búi sínu milli þess sem þau áttu heima í óbygðum; hér er Eyvindur talinn deya 1782. Kirkjubækur Staðarsóknar í Grunnavík eru glataðar frá þessum tíma, en aungvum hefur þótt það sennilegt að svo skilvís maður og meinhægur í heimahéraði sem Eyvindur var, og auk þess í rauninni aldrei dæmdur, hefði verið grafinn utangarðs, slíkt hefðu kirkjuyfirvöld ekki leyft; að- eins iðrunarlausum morðíngjum var meinað kirkjuleg á þessum tíma, sem svo er nærri oss að afar og lángafar núlifandi manna voru samtímis Eyvindi; ég hefði til dæmis getað talað við persónulega kunníngja þeirra manna sem fylgdu Fjallaeyvindi til grafar. Páll Melsteð sagnfræðíngur segir svo frá í gamla Islendíngi 16. fehr. 1861, að hann liafi þekt mann sem á úngh'ngsárum var sjálfur á Stað í Grunnavík þau ár sem Eyvindur og Halla voru þar grafin. Jón Þorkelsson hefur bætt þar við þeim fróðleik að heimildarmaður Páls hafi verið Árni Helgason stiftprófastur í Görðum, síðar dómkirkjuprestur í Reykjavík; en liann er að alast upp á Stað í Grunnavík á þvf méli þegar Eyvindtir er að telja út. — Athugasemd dr. Jóns er skrifuð útá spáss- íuna í eintaki Þjóðskjalasafns af grein Páls Melsteðs. Einhver framtakssamur maður og þó nokkuð bíræfinn, ekki ýkjavel að sér í staf- rófinu og mátulega linur í réttritun, hefur sett Eyvindi stein með hlægilegri áletran á „leiði kellíngar" á Hrafnsfjarðareyri. Fróðleikur manns þess er steininn setti hef- ur ekki hrokkið til þess að burðarár Eyvindar eða dánardægur kæmist í lesmál þetta. Rammíslensk þjóðlífsmynd: Kunníngi minn er einhverju sinni staddur í kirkju- garði norður á þessum heimshjara ásamt sóknarpresti þar. Hann hefur orð á því. við prest að sér þyki leiðin ekki merkileg né hirðan beysin á þessum urtagarði drottins. Þó er í garðinum einn minnisvarði úr steini með kyrfilega gerðri áletran þess sem þar liggur undir. Gesturinn lætur í ljósi undrun sína á því sem lesið verður af áletraninni, að einn æskumaður ófrægur með öllu skuli hafa hlotið minn- isvarða meðan gildir bændur og merkismenn verða að búa hér við kollótt „leið“. Hvað bar til að þið fóruð að setja þessum únglíngi stein? Klerkur (í afsökunar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.