Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Blaðsíða 20
138
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tion“ skýrði á sínum tíma frá meginatriðum hins fræga plaggs á þessa
leið:
I orðsendingunni er í ótvíræðu orðalagi kvartað yfir því, að
Seoulstjórnin hafi gert sig seka um stórkostlegan yfirdrátt í
bönkunum, að hún hafi vanrækt að innheimta skatta, að hún
hafi selt hinar amerísku hjálparvörur of ódýrt (til hagsmuna fyr-
ir spekúlanta, sem voru henni eitthvað vandabundnir), að hún
liafi með ótilhlýðilegum hætti fært út svið fjárhagsaðstoðarinnar,
og loks, að forsetinn hafi lýst yfir því, að kosningunum yrði
frestað þar til í nóvember. í orðsendingunni er lögð á það á-
herzla, að ef Seoulstjórnin hirði ekki um að stöðva verðbólguna
í landinu, muni hjálparstofnunin (E. C. A.) neyðast til þess að
taka áætlun sína um aðstoð til handa Suður-Kóreu til nýrrar
endurskoðunar. Bent er á það með alvöruþunga, að hin banda-
ríska fjárhagsaðstoð hafi verið veitt á þeirri forsendu, að hlynnt
yrði að lýðræðislegum stofnunum hins nýja ríkis og þær efldar
til þroska og heilla fyrir þjóðina.
Þetta voru nokkur meginatriði orðsendingar Bandaríkjastjórnar frá
17. apríl 1950. Það dylst ekki, hversu mjög lýsing sú, er í þessum ásök-
unum felst, minnir á ástandið í Kína, áður en Chiang Kai Shek veltist
úr völdum. Hin lýðræðislegu klæðaföll, er skrýddu orðsendinguna,
leyndu í fellingum sínum þeirri skýlausu kröfu Bandaríkjastjórnar, að
kosningar yrðu látnar fara fram innan maíloka.
Nú voru góð ráð dýr fyrir Syngman Rhee. Marshallaðstoðin — ca.
hundrað milljónir dollara á ári — var í veði. Honum var nauðugur
einn kostur að fallast á kröfuna. Og kosningadagurinn var endanlega
ákveðinn 30. maí.
Það segir sig sjálft, að raunverulega gat ekki verið um frjálsar kosn-
ingar að ræða, eins og ástandið var í Suður-Kóreu. I landinu geisaði
í raun og veru borgarastyrjöld. Stjórnin átti í stríði við meginhluta
þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan sat í fangelsum, var réttlaus í landinu
eða stóð í vopnaðri baráttu. Ur heilum byggðarlögum hafði fólkið ver-
ið rekið á brott með valdi og ráfaði á vegum úti. Vissulega var ekki
heldur til þess ætlazt, að kosningarnar væru frjálsar. Hér átti aðeins að
endurtaka söguna frá 1948. Yfirstéttirnar, hinir efnuðu borgarar, háðu
kosningar og áttu helzt að vera einar um hituna. — Hvers konar ógnar-