Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 25
KÓREA í STRÍÐI 143 höfðu hlotið stimpil Sameinuðu þjóðanna sem réttbornir stjórnendur landsins, enda þótt þeir væru aðeins fulltrúar hverfandi minnihluta þjóðarinnar. Hið raunverulega vald — það voru embættismennirnir frá hernámstímabili Japana og lögreglan, sem áður hafði þjónað þeim. Hið raunverulega vald var enn fremur hjá stjórn þess hers, sem hafði notið ofrausnar Bandaríkjanna um skipulag og útbúnað allan. En úr- slitavaldið var hjá þeim aðiljum, er „skapað“ höfðu ,,ríkið“ Suður- Kóreu: stjórninni í Washington, herstjórn Mac Arthurs í Tokio og hinum bandarísku ráðgjöfum Syngman Rhees í Seoul, bæði á sviði fjármála og hernaðar. Þess vegna kom aldrei til neinna friðsamlegra samninga milli norð- urs og suðurs. Aftur á móti gerðust þann 25. júní þeir blóðugu at- hurðir, sem urðu upphaf Kóreustríðsins. 2 Mr. Harry Truman, Sameinuðu þjóðirnar að miklum meirihluta og svo að segja öll hin vestræna pressa hafa stimplað Norður-Kóreu sem árásaraðila og hafið grímulausa styrjöld gegn þessari smáþjóð, sem á að hafa rofið heimsfriðinn. Hvers vegna ? Ekkert slíkt hafði gerzt, þeg- ar nýlenduríkið Holland hafði að engu ákvarðanir Sameinuðu þjóð- anna og réðst á lýðveldi Indónesíu með vopnum — made in U. S. A. Ekkert slíkt gerðist heldur, er nýlenduveldið Frakkland réðst með vopnavaldi á lýðveldið Víetnam, þótt hið sama Frakkland hefði á því sama ári (1946) viðurkennt sjálfstæði þess með hátíðlegum samningi — ekki einu sinni, heldur tvisvar. Ekki var heldur gripið til vopna eða neinna refsiaðgerða af hálfu Sameinuðu þjóðanna í Palestínudeilunni, þegar bæði Gyðingar og Arabar neituðu hvað eftir annað að hlýðnast fyrirskipunum hinna sameinuðu. Hví varð hin sundurlimaða Kórea þegar í stað brennidepill heimsstjórnmálanna, er hinn meir en vafasami ógnvaldur og Banda- ríkjaleppur Syngman Rhee hafði siglt báti sínum upp á sker? Hver var árásaraðilinn? Hvað gerðist við 38. breiddarbauginn í Kóreu hinn örlagaríka morgun 25. júní 1950? Áður en þessum spurningum er svarað er nauðsynlegt að gera dálitla lykkju á leið sína. — Hvor þessara tveggja aðilja varð, að öllu óreyndu, að teljast minni máttar? íbúar Norður-Kóreu voru rúmlega 10 milljón-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.