Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 31
KÓREA í STRÍÐI
149
virtar. Ekki ein einasta þeirra hefur fundið hæli í dálkum hinnar vest-
rænu borgarapressu.
Auk þessa alls er svo ótvíræður vitnisburður að minnsta kosti eins
af stjórnmálaleiðtogum Suður-Kóreu —- hvorki meira né minna en eins
af meðlimum sjálfrar ríkisstjórnar Syngman Rhees.
Þegar norðurherinn hafði tekið Seoul herskildi, kom roskinn herra-
maður fram úr fylgsni sínu og gaf sig fram við herstjórnina —- „til
þess að gefa áríðandi upplýsingar, er hafa mikla þýðingu fyrir föður-
landið“. Það kom í ljós, að þetta var enginn annar en fyrrverandi
innanríkisráðherra úr stjórn Syngman Rhees, mikill áhrifamaður, að
nafni Kim I Sek.
Aðalefni þessara trúnaðarmála endurtók Kim sjálfur í útvarpi frá
Pjongjang 9. júlí 1950. Þar sagðist honum frá meðal annars á þessa
leið:
„Það er alkunnugt, að Syngman Rhee varð forseti gervistjórnar
Suður-Kóreu með kjörorðunum: Sókn til norðurs. Að afstöðnum sér-
kosningunum í Suður-Kóreu (1948) var það ætlun Syngman Rhees-
klíkunnar að ráðast á Norður-Kóreu. Sjálfur tók ég þátt í undirbúningi
þessarar herferðar, sem þá var ákveðið að hefja þann 15. júlí í fyrra.
Um þetta leyti gaf Syngman Rhee út fyrirskipun til Kim Sek Wong
um að ráðast á Norður-Kóreu á svæðinu kringum Ongjin og hertaka
Pjongjang, en Tsai Ben Dek fékk fyrirskipun um að takast á hendur
yfirherstj órn á miðvígstöðvunum. Þessi áætlun reyndist þó ófram-
kvæmanleg vegna þess, hversu skæruhernaðurinn færðist í aukana. Ef
ekki hefði komið til hinna heiftúðugu átaka við skærusveitirnar að
baki meginherafla Syngman Rhees, og ef nægilegur liðstyrkur hefði
verið til taks, hefði sóknin gegn Norður-Kóreu verið hafin um miðjan
júlí í fyrra (1949).
Eins og kunnugt er, brá Syngman Rhee sér til Japan í vor, kvaddur
þangað af Mac Arthur. Þar fékk hann fyrirskipun um að setja her sinn
undir yfirstjórn Mac Arthurs, meðan á stríðinu við Norður-Kóreu
stæði. Syngman Rhee féllst á þessa skipun málanna, þar sem hann
þóttist öruggur um að fá stuðning flughers Bandaríkjanna og her-
skipaflota þeirra og þar að auk sjálfboðaliða frá Japan, þegar her-
ferðin norður væri hafin. Hann var fullviss um sigur í þessari styrjöld.
Síðan gaf Syngman Rhee út fyrirskipanir til þeirra Kim Sek Wong