Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 31
KÓREA í STRÍÐI 149 virtar. Ekki ein einasta þeirra hefur fundið hæli í dálkum hinnar vest- rænu borgarapressu. Auk þessa alls er svo ótvíræður vitnisburður að minnsta kosti eins af stjórnmálaleiðtogum Suður-Kóreu —- hvorki meira né minna en eins af meðlimum sjálfrar ríkisstjórnar Syngman Rhees. Þegar norðurherinn hafði tekið Seoul herskildi, kom roskinn herra- maður fram úr fylgsni sínu og gaf sig fram við herstjórnina —- „til þess að gefa áríðandi upplýsingar, er hafa mikla þýðingu fyrir föður- landið“. Það kom í ljós, að þetta var enginn annar en fyrrverandi innanríkisráðherra úr stjórn Syngman Rhees, mikill áhrifamaður, að nafni Kim I Sek. Aðalefni þessara trúnaðarmála endurtók Kim sjálfur í útvarpi frá Pjongjang 9. júlí 1950. Þar sagðist honum frá meðal annars á þessa leið: „Það er alkunnugt, að Syngman Rhee varð forseti gervistjórnar Suður-Kóreu með kjörorðunum: Sókn til norðurs. Að afstöðnum sér- kosningunum í Suður-Kóreu (1948) var það ætlun Syngman Rhees- klíkunnar að ráðast á Norður-Kóreu. Sjálfur tók ég þátt í undirbúningi þessarar herferðar, sem þá var ákveðið að hefja þann 15. júlí í fyrra. Um þetta leyti gaf Syngman Rhee út fyrirskipun til Kim Sek Wong um að ráðast á Norður-Kóreu á svæðinu kringum Ongjin og hertaka Pjongjang, en Tsai Ben Dek fékk fyrirskipun um að takast á hendur yfirherstj órn á miðvígstöðvunum. Þessi áætlun reyndist þó ófram- kvæmanleg vegna þess, hversu skæruhernaðurinn færðist í aukana. Ef ekki hefði komið til hinna heiftúðugu átaka við skærusveitirnar að baki meginherafla Syngman Rhees, og ef nægilegur liðstyrkur hefði verið til taks, hefði sóknin gegn Norður-Kóreu verið hafin um miðjan júlí í fyrra (1949). Eins og kunnugt er, brá Syngman Rhee sér til Japan í vor, kvaddur þangað af Mac Arthur. Þar fékk hann fyrirskipun um að setja her sinn undir yfirstjórn Mac Arthurs, meðan á stríðinu við Norður-Kóreu stæði. Syngman Rhee féllst á þessa skipun málanna, þar sem hann þóttist öruggur um að fá stuðning flughers Bandaríkjanna og her- skipaflota þeirra og þar að auk sjálfboðaliða frá Japan, þegar her- ferðin norður væri hafin. Hann var fullviss um sigur í þessari styrjöld. Síðan gaf Syngman Rhee út fyrirskipanir til þeirra Kim Sek Wong
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.