Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 47
KIRKJAN OG ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN 165 hækkið verðið og falsið svikavogina og kaupið hina snauðu fyrir silfur og fátækl- inginn fyrir eina ilskó!“ Öllum þessum boðar spámaðurinn hina þyngstu refsingu Guðs. Míka segir t. d. (3, 1—3); „Heyrið þér höfðingjar Jakobs og stjórnendur ísra- els húss! Er það ekki yðar að vita hvað rétt er? En þeir hata hið góða og elska hið illa, flá skinnið af mönnum og holdið af beinum þeirra. Þeir eta hold þjóðar minnar; þeir flá skinnið af þeim og brjóta bein þeirra, hluta þau sundur einsog steik í potti, einsog kjöt á suðupönnu.“ Meðal ummæla Jesaja um þessi efni má t. d. nefna þessi: „Höfðingjar þínir eru uppreistarmenn og leggja lag sitt við þjófa, allir elska þeir mútu og sækjast ólmir eftir fégjöfum, þeir reka eigi réttar hins munaðarlausa og málefni ekkjunnar fær eigi að koma fyrir þá“ (1, 23). ,Jahve gengur fram til dóms í gegn öldungum lýðs síns og höfðingjum hans: „Það eruð þér, sem etið hafið upp víngarðinn, ræntir fjármunir eru í húsum yðar. Hvemig getið þér fengið af yður að fótum troða lýð minn og merja sundur andlit hinna snauðu," segir drottinn, Jahve hersveitanna.“ (3, 14—15). „Vei þeim sem bæta húsi við hús og leggja akur við akur, unz ekkert landrými er eftir og þér búið einir í landi“ (5, 8). Og loks þetta: „Vei þeim sem veita ranga úrskurði og færa skaðsemdarákvæði í letur, til þess að halla rétti fá- tækra og ræna lögum hinna nauðstöddu á meðal fólks míns, til þess að ekkjurnar verði þeim að herfangi og þeir fái féflett munaðarleysingjana" (10, 1—2). Aðeins þrenn ummæli Jeremía spámanns vil ég nefna og er þó af miklu að taka þar. Hann segir svo: „Eins og fuglabúr fullt af fuglum, svo eru hús þeirra full af svikum; á þann hátt em þeir orðnir miklir og auðugir. Þeir em orðnir feitir, það stirnir á þá. Þeir era og fleytifullir af illskutali; málefni munaðarleysingjans, það taka þeir ekki að sér, til þess að bera það fram til sigurs, og þeir reka ekki réttar fátæklinganna. Ætti ég ekki að hegna slíkum mönnum? segir Jahve, eða hefna mín á annarri eins þjóð og þessari?" (5, 27—29). Á öðrum stað segir hann: „Því að bæði ungir og gamlir, allir eru þeir fíknir í rangfenginn gróða, og bæði spá- menn og prestar, allir hafa þeir svik í frammi" (6, 13). Og loks þetta: „Vei þeim sem byggir hús sitt með ranglæti og veggsvalir sínar með rangindum, sem lætur náunga sinn vinna fyrir ekki neitt og greiðir honum ekki kaup hans“ (22, 13). Að lokum langar mig svo til að rifja upp fáeinar setningar frá Esekiel spá- manni: „Menn þiggja mútur hjá þér, til þess að úthella blóði; þú hefur tekið fjárleigu og vexti og haft af náunga þínum með ofríki, en mér hefur þú gleymt, segir drottinn Jahve“ (22, 12). Hann segir svo á öðrum stað: „Mannsson, spá þú um ísraels hirða, spá þú og seg við þá: Svo segir drottinn Jahve: Vei hirðum ísraels er héldu sjálfum sér til haga. Eiga ekki hirðarnir að halda sauðunum til haga? Mjólkurinnar neyttuð þér, klædduð yður af ullinni, slátruðuð alifénu, en sauðunum hafið þér eigi haldið til haga. Þér komuð ekki þrótti í veiku skepnurn- ar og læknuðuð ekki hið sjúka, bunduð ekki um hið limlesta, sóttuð ekki það sem hrakizt hafði og leituðuð hins týnda, heldur drottnuðuð þér yfir þeim með hörku og grimmd" (34, 1—4). Fyrir þessa sviksamlegu ráðsmennsku boðar svo spámað- urinn hirðunum að fjárgæzlan verði af þeim tekin: „Ég mu<i sjálfur halda sauð-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.