Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 49
KIRKJAN OG ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN 167 Líka voru þar fyrirmæli um húseignir og voru um sumar þeirra líkar reglur og um landeignir. Það bar einnig til stundum, að menn gátu orðið kvaðarmenn annarra sökum skulda. Með hverju fagnaðarári skyldi slíkri kvöð af létt. Enginn gat orðið annars skuldaþjónn lengur en til næsta fagnaðarárs. Þessa þjóna mátti einnig leysa út fyrr, á sama hátt og jarðir, og einnig þá skyldi meta hvert gagn skulda- þjónninn mundi vinna skuldareiganda til næsta fagnaðarárs og útlausnarféð mið- ast við það. Sennilegt er nú það, að þessi lagaákvæði, þótt í lögmálinu séu, hafi aldrei komið til framkvæmda, en með því er þó ekki sagt að þau hafi verið með öllu þýðingar- laus, því að þau gátu vissulega haft áhrif á viðhorf einstakra manna til þessara mála, síðar á tímum, þó að nú sé auðvitað örðugt að dæma um það (sbr. þó það sem áður er sagt um Jesú). En allt þetta sem ég nú hef nefnt heyrir Gamlatestamentinu til, og þó að kristn- ir menn hafi jafnan talið Gamlatestamentið mikils um vert, þá er það þó svo, að Nýjatestamentið er stórum hærra metið og hefur verið svo síðan það varð til. Þangað verðum við því að leita vitnisburðanna sem úrslitaþýðingu hafi þegar um það er að ræða að skera úr um það, hver eigi að vera viðhorf kristins manns til fyrirbæra lífsins. Og þó er það svo, að ekki einusinni Nýjatestamentið allt er jafn verðmætt í þessum sökum. Guðspjöllin, að svo miklu leyti sem við getum treyst því að þau flytji okkur orð Jesú óafbökuð, eru traustasta heimildin um það, hvernig hann, höfundur trúar okkar og meistari, ætlast til að við snúumst við því sem á veginum verður. Og guðspjöllin koma víða og með ýmsu móti inn á þau svið sem ég hér geri að umtalsefni. Eftir því sem Lúkasarguðspjalli segist frá, þá byrjar Jesús starf sitt í Nazaret, þar kemur hann fyrst opinberlega fram og talar til fólksins, og segir því til um það, hvert sé markmið hans og stefna. Og einmitt þar tengir hann sinn boðskap við boðskap spámannanna, lýsir yfir því að hann vilji reka erindi Guðs á svipaðan hátt og þeir. Og þá getum við spurt, er það þá fyrst og fremst trú sem hann boðar þeim? Lætur hann sig þjóðfélagsmálin engu skipta? Öðru nær. Hann segir ein- mitt að hann sé kominn til að boða fátækum gleðilegan boðskap, til að boða band- ingjum lausn, að láta þjáða lausa, gefa blindum sýn og boða það fagnaðarár sem þjóðin að vísu hafði haft vitneskju um að ætti að halda, en hafði jafnframt vanrækt að halda (Lúk. 4, 18 n.). Ég veit, að þetta sem ég nú hef minnzt á, hefur oft verið útlagt á þann veg að hér sé fremur talað um andlega hluti en ver- aldlega, að Jesús hafi verið svo háleitur, að honum sé óvirðing gerð með því að bendla hann við það að hann hafi haft í huga daglegt strit fólksins og það ok, sem fyrir áhrif valda og fjármuna var á það lagt. En hvernig var það með tilheyr- endur hans? Þegar þeir heyrðu hann lesa það upp úr spádómsbók Jesaja að hann vildi „opna hin blindu augun til að leiða út úr varðhaldinu þá er bundnir eru og úr dýflissunni þá er í myrkri sitja“ (Jes. 42, 7), mundi það þá ekki hafa hvarflað að þeim að hann vildi gerast leiðtogi þrautpínds almennings til að létta af honum þeim byrðum sem yfirráðastéttimar höfðu með ýmsu móti á hann lagt. Það verður að ætla alþýðumennina í Nazaret lesnari í guðlegum fræðum en ég get gert ráð

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.