Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 50
168 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fyrir, að þeir hafi verið, til þess að ætla þeim annan og langsóttari skilning en þann sem beinast liggur við, og það því fremur sem einmitt þessi nærtæki skiln- ingur er sennilega sá eini rétti. Ef við svo lítum til Fjallræðunnar, þá sjáum við einnig þar að Jesús hefur haft opin augun fyrir félagslegum hlutum. Þar lesum við orð sem þessi: „Sælir eruð þér fátækir, því að yðar er guðsríki, sælir eruð þér sem nú líðið hungur, því að þér munuð saddir verða, sælir eruð þér sem nú grátið, því að þér munuð hlæja“ (Lúk. 6, 20 n.). Við þetta má nú búast við að einhverjir vildu gera þá athuga- semd, að hér sé ekki um að ræða neina þá breytingu sem gerast skuli á högum manna hér á jörð, að guðsríkið sem um er talað, og þar sem öll þessi breyting eigi fram að fara, sé annars heims, taki við þegar jarðlífinu sé lokið. Eftir því ætti Jesús að hafa haldið því fram, að þeir fátæku, þeir hungruðu og þeir niður- beygðu ættu að sætta sig við kjör sín hér, vegna þess að í öðru lífi yrði sköpum skipt og þá fengju þeir, sem nú þjást, kjör sín bætt að fullu. En við þessa skoðun held ég nú að gera megi ýmsar athugasemdir. Ég skal játa, að ég er ekki það sem kallað er hálærður guðfræðingur, þeir eru hér ýmsir inni sem standa mér stórum framar í því efni. Ég verð því að beita fyrir mig einhverjum þeim sem er •viöurkenndur lærdómsmaður í þessum efnum, svo að mér verði ekki borið það á brýn að ég hafi ekkert við að styðjast nema eigin heilaspuna. Maðurinn sem ég vel mér að vitni er prófessor Leonhard Ragaz í Ziirich í Sviss, nú látinn fyrir fám árum. Hann segir svo í einu af ritum sínum (Von Christus zu Marx — von Marx zu Christus; útgefin hjá Hans Harder í Wemigerode am Harz 1929): „Ríki Guðs hér á jörð, það er boðskapur ritningarinnar. Hún talar ekki um neitt annað. Um þetta eitt tala spámennimir, um þetta eitt talar Jesús, um þetta eitt tala postulamir, þeir gera það einnig þar sem þeir þó ekki nota þetta orð. I miðju Faðirvorinu, sem sjálft er kjami Nýjatestamentisins, er þessi bæn: „Komi ríki þitt.“ Þetta ríki á hinsvegar að koma hér á jörð. Þetta er það sem vér getum aldrei hugleitt of vandlega."---------Síðar í sama riti segir hann: „Vér biðjum ekki, „Lát oss komast í ríki þitt,“ heldur „þitt ríki komi til vor.“ Þetta mega menn ekki misskilja svo, sem sé það ríki Guðs sem ritningin talar um, einskorðað við þetta líf og þessa jörð, það bendir útyfir þetta líf og öll jarðnesk tilvistarform, til þess óendanlega og eilífa, á sama hátt og Guð sjálfur er ekki Guð dauðra heldur þeirra lifandi." — — — Enn segir Ragaz litlu síðar þetta: „Það er alls ekki um það að ræða að ritningin þekki „guðdómlegt heimsskipulag“ í þeirri merkingu að Guð vilji hafa og að Guð blessi það skipulag sem fyrir hendi er. Einmitt það gagnstæða talar skýrt til vor af hverri blaðsíðu ritningarinnar. Þetta skipulag er óguðlegt og andstætt Guði, það er árangur þess að menn hafa fallið frá Guði, það verður afnumið eða því verður breytt að svo miklu leyti sem Guð nær rétti sínum og verður að veruleika meðal mannanna. Samkvæmt stefnu ritn- ingarinnar má orða þetta svo: Kristindómurinn er sú vígsla sem núverandi heim- ur fær í trúarbrögðunum; Kristur er hin eilífa bylting heimsins í Guði.“ Ég mun nú ekki að sinni tilfæra fleira úr þessu riti hins merka manns og guð- fræðings, en þessar fáu setningar ættu að nægja til þess að sýna það, að hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.