Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 55
KIRKJAN OG ÞJÓÐFÉLAGSMÁLIN 173 borgarastyrjaldar; þar blossar upp lokadómurinn og Guð kemur þar í storminum. Menn víkja úr vegi bæði fyrir Guði og bróðurnum. Þegar klukkumar hljóma frá öllum kirkjuturnum á laugardögum og sunnudögum — hvað er það þá sem þær hafa að boða allri alþýðu manna sem þjáist og berst? I grimmd baráttunnar fyrir lífinu finnur þessi alþýða svo lítið, svo innilega lítið, til þess að vér viðurkennum Krist sem lierra vom — já að allir séu „kristnir"! — og að orðin gegn mammon og með bræðralaginu séu enn í gildi meðal vor. Það er staðreynd, að „guðhrædd- ir“ vinnuveitendur eru mjög oft verstu kúgaramir, og „guðhræddir“ samverka- menn örgustu hræsnarar og smjaðrarar, eða þá eigingjamir sérvitringar, menn sem telja verkamannahreyfinguna og sósíalismann óguðlegan, en hirða þó ávextina af baráttunni alveg athugasemdalaust. Hver getur nú, að þessu athuguðu, furðað sig á fráhvarfi sósíalismans frá kristindóminum? Það er ekkert annað en bergmál af fráhvarfi kristindómsins frá Kristi.“ Maðurinn sem þetta sagði, var hvorttveggja í senn, kristinn maður og sósíalisti, maður sem horft hafði skyggnum augum á neyð þjóðanna og þá baráttu, sem háð er um flest lönd heims, gegn þessum höfuðóvini Guðs og manna, mammon eða kapítalismanum. Og honum var fullkunnugt um það, að þessi barátta öll er í raun og veru kristin barátta sem á rætur að rekja til spámanna ísraels og til Jesú frá Nazaret. Auðvitað eru ummæli hans um kirkjuna og afstöðu hennar til þessarar baráttu staðbundin, og einkum miðuð við það sem fram fór í hans eigin landi. En þó að segja megi að í mörgum efnum sé skotið yfir markið, ef í einu landi er dregin ályktun af því sem gerist í öðru, þá hygg ég að í þessu efni sé svipaða sögu að segja í flestum kristnum löndum. Ef við t. d. lítum í kringum okkur hér heima og virðum fyrir okkur áhrif kirkjunnar á þjóðlífið, þá segjum við e. t. v. á bjartsýnisstundum að þau séu mikil, jafnvel ómetanleg. En þrátt fyrir það, verð- um við nú samt að viðurkenna að sá boðskapur, sem íslenzka kirkjan flytur, á ekki þann hljómgrunn í hjörtum þjóðarinnar, sem við myndum óska. Þannig kvörtum við t. d. oft um það að kirkjurnar séu illa sóttar, við kvörtum um áhrifa- leysi kirkjunnar á hugi manna og viðhorf til ýmiskonar fyrirbæra þjóðlífsins, og okkur grunar jafnvel að þetta áhrifaleysi fari vaxandi en ekki minnkandi, að æska nútímans sé andsnúnari kristnum boðskap en fyrr hefur verið. En sé þetta rétt, hver á þá sökina? Getum við ekki játað það, að við höfum verið tiltölulega rólegir, þó að við höfum séð fyrir augum okkar margskonar undir- okun þeirra sem á einhvem hátt standa höllum fæti eða hafa ekki aðstöðu né- bolmagn til þess að rísa gegn þeim sem fésterkari eru. Tekur kirkjan t. d. nokk- urntíma afstöðu í kaupdeilum? Lætur hún sig nokkru skipta húsaleiguokur? Skiptir hún sér nokkuð af því, þó að menn séu féflettir með svartamarkaðsbraski? Við erum andvígir áfengisnotkun, satt er það, en verðum við ekki samt að fyrir- verða okkur fyrir það, hve linir við erum í baráttunni, þegar við þó horfum uppá það að fjöldi æskumanna í landinu er eyðilagður til þess að íslenzka ríkið, okkar eigið kristna þjóðfélag, geti grætt peninga á þeirri eyðileggingu? Já, erum við yfirleitt ekki hljóðir og þögulir þar sem annarsvegar er bróðirinn og þarfir hans, og hinsvegar peningavaldið, kapítalisminn í einhverri mynd?

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.