Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 56
174
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þessu máli er að verða lokið, ég vona að það verði afsakað, hve langt það hefur
orðið, en mér fannst ég ekki geta haft það styttra. Það sem ég hef sagt hér á und-
an vona ég að eigi allt hljómgrunn í Guðs orði, og útfyrir þann vettvang hef ég
ekki viljað fara. Ég vil svo ljúka þessum orðum mínum með lítilli tilvitnun úr
ritningunni, hún er á þessa leið: „Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né
heitur, betur að þú værir kaldur eða heitur. Því er það, af því að þú ert hálfvolg-
ur, og ert hvorki heitur né kaldur, mun ég skyrpa þér útaf munni mínum, — af
því að þú segir: Ég er ríkur, og er orðinn auðugur og þarfnast einskis, — og þú
veizt ekki að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn."
(Opinb. 3, 15—17).
Hljótum við ekki allir að óska íslenzkri kirkju þess, að hún á ókomnum tímum
vinni aldrei til þess að dómsorð slík sem þessi verði yfir henni kveðin, fyrir þá
sök að hún hafi vanrækt skyldur sínar við bróðurinn og við Guð.
Framanskráð erindi var flutt á fundi félagsins „Bræðralags" hinn 5. des. 1949.
Tveir vinir mínir — báðir guðfræðingar — hvöttu mig mjög til þess að koma því
fyrir fleiri augu og eyru, en þeirra einna sem á fundi þessum voru. Því er það hér
komið.
Þegar það var flutt, þá líkaði sumum vel, en öðrum miður. Einn vinur minn og
starfsbróðir lét í það skína að hann hefði hina mestu löngun til að skrifa heila
bók, og hana ekki litla, til þess að andmæla þeim fádæmum sem ég héldi fram.
Vel má nú svo fara, að einhverjir þeirra sem þetta erindi lesa, líti svipað á málin
og þessi starfsbróðir minn. En þeir skulu bara vera rólegir. Hver veit nema bókin
komi. Ég tel því að nokkur von geti verið til þess að allir megi vera sæmilega
ánægðir, þeir sem mér eru sammála, og hinir sem mér eru ósammála. Þeir
óánægðu fá að minnsta kosti fullar bætur — þegar bókin kemur.
P. t. Reykjavík, 11. nóv. 1950
Eiríkur Helgason.