Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Síða 58
176
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Signast sœlukossum
sumarblómavarir,
sveipast sólarblossum
svartar kambaskarir.
*
Ég sé íslands ásýnd
allavega jríkka,
ég sé byggjast bœi,
blómgar grundir víkka,
ég sé ótal undur,
eilíjt fleira, stœrra,
lífsins mikli máttur
miðar síjellt hœrra,
að göfga allt, og grœða
glapa og slysasárin.
Það skiptir minnstu máli
mörg þó renni árin,
því kynslóð eftir kynslóð
kemur til að skapa,
vœngir orku og vizku
vaxa jrá að hrapa.
Það er lífsins þroski
að þjóðin skilji og finni
að sterk hún skuli í starfi
og stór í köllun sinni.
Ég sé íslands auðnir
ýmsum gróðri prýddar,
nytjar orku og iðju
andans möttli skrýddar.
*
Hugur lengra leitar,
leijturmyndir kvika,
yzt við segul sjónhring
sólris fögur blika.
Allar lífsins lindir
leita að einum straumi,
veruleikans veldi
voldugt rís frá draumi.
Eg heyri líjsins hljóma
heims jrá öllum löndum,
skynja ýmsa óma,
ym frá strengjum þöndum.
— En brœðralagsins boðorð
brennur á fjöldans vörum,
helgust andans hugsjón,
hróp í neyðarkjörum.
Máttur göfgi og gengis,
guð í þroskans líki.
Til þín lífið talar:
„Til komi þitt ríki.“
1949