Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 60
178 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að suðlægu afbrigðin ágrædd á frostþolnar villtar jurtir hjá okkur mundu eiga liægara með að aðlagast hinum nýju aðstæðum og fræ þeirra mundu gefa afkvæmi, sem hægt væri að velja úr heppileg afbrigði. En því miður, ég varð enn fyrir vonbrigðum, allar nýju jurtirnar mínar urðu frostinu að bráð. Þannig liðu 10 ár. Nýjar tilraunir, ný mistök. En ekki dugði að gefast upp — og ég reyndi nýjar aðferðir." Mitsjúrin gerði fjölda tilrauna um að velja beztu jurtirnar úr innlendum og er- lendum tegundum og venja þær og þjálfa. En það varð brátt ljóst að úrvalið úr heimajurtunum var ekki nema lítið eitt betra en gömlu tegundirnar og ungviði af fræjum suðiægra tegunda voru yfirleitt of veikbyggð. Mitsjúrin tók nú að gera tilraunir með kynblöndun jurta. í fyrstu kynblandaði hann úrval úr heimaafbrigðum sín á milli, en árangurinn var ekki sérlega góður. Betur reyndist að kynblanda heimajurtir við suðlægar tegundir. Ávextirnir reynd- ust bragðgóðir en geymdust illa. Yfirleitt reyndust eiginleikar heimategundanna ríkjandi hjá afkvæmunum og virtist mega skýra það með því að héimategundirnar höfðu vaxið í þessu umhverfi öldum saman, en suðrænu tegundirnar voru ný- komnar, aðeins gestir. Loks, eftir allar þessar misheppnuðu tilraunir, hitti Mitsjúrin á þá leið sem vís- Indi seinni ára hafa sýnt að er hin rétta aðferð til að endurbæta jurtategundir og skapa nýjar. Hann tók til að kynblanda afbrigði og tegundir þannig að báðir for- eldrarnir voru frá f jarlægum heimkynnum. I stað þess að tengja suðlægar tegundir við heimaafbrigði kynblandaði hann t. d. suðlægar tegundir við tegundir frá Norðausturhéruðum Rússlands og frá Mandsjúríu. Báðir stofnanir voru þannig óvanir þeim aðstæðum sem afkvæmin áttu að vaxa upp í. Afkvæmi þessara kyn- blendinga aðlöguðust auðveldlega hinu nýja loftslagi og erfðu heppilegustu eigin- leikana frá báðum foreldrunum. Með þessari aðferð fluttust nefnilega margir æskilegustu eiginleikar suðrænu tegundanna svo sem bragð og stærð ávaxtanna til afkvæmanna, en frostþolið kom frá norðlægu afbrigðunum. Mitsjúrin komst þannig að því eftir langa reynslu að ekki er hægt að aðlaga jurtir að nýju loftslagi og jarðvegi öðuvísi en að sá fræjum þeirra á staðnum og ala þær upp sem kynblendinga. Því fjarskyldari sem afbrigðin eru við kynblöndun jurta, þeim mun betur að- lagast afkvæmin nýjum lífsskilyrðum á nýjum stað. Einnig verður að taka tillit til þess að hæfni fræjanna til að aðlagast nýjum aðstæðum fer mjög eftir því hvort þau eru tekin af jurtinni í fyrsta sinn sem hún myndar fræ eða síðar. Jurtir sem vaxa upp af fyrstu fræjunum eru jafnan líklegastar til að venjast lífsskilyrðum, sem jurtin er ekki vön við. Þegar um síðustu aldamót voru Mitsjúrin orðin ljós þessi meginatriði. I grein sem hann ritar árið 1905 skilgreinir hann vel, hvað beri að skilja við aðlögun ávaxtatrjáa. 1) Til þess að um aðlögun sé að ræða verður að gera ráð fyrir að tegundin, sem flutt er frá f jarlægum stað og ólíku loftslagi, geti ekki vaxið og vanizt hinu nýja

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.