Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Page 61
ÆVI MITSJÚRINS 179 loítslagi af sjálfsdáðum, heldur aðeins vegna einhverra skynsamlegra aðgerða, sem viðhafðar eru af ræktandanum — og engin breyting má verða um gæði ávaxtanna. 2) Þetta aðflutta afbrigði verður að standast hin nýju skilyrði svo fullkomlega að afkvæmi þess vaxi einnig vel og beri ávöxt án þess að þurfa meiri umönnun en heimavön af- brigði. Reynslan sýnir sem sagt að jurtir að- lagast nýjum lífsskilyrðum aðeins, ef þær eru fluttar sem fræ. Jurtir eða tré í heilu lagi er ekki hægt að flytja í nýtt loftslag með góðum árangri, og ekki heldur þótt skilyrðin virðist vera betri á hinum nýja stað. Sérhver ung jurt hefur þann eigin- leika að geta breytt gerð sinni og bygg- ingu og aðlagazt þannig nýjum lífsskil- yrðum, en aðeins snemma á lífsskeiði sínu. Þessi eiginleiki er ríkastur á fyrstu dögunum eftir að fræið springur út, en minnkar síðan ört, og eftir að jurtin hefur borið ávöxt í tvö til þrjú ár hverfur þessi eiginleiki smátt og smátt. Hin fullvaxna jurt veitir svo mikla mótsstöðu gegn öllum breytingum að aðlög- un að nýjum skilyrðum, ekki sízt að kaldara loftslagi, verður ómöguleg. Kynblöndun milli jurta sem tilheyrðu tveim ólíkum tegundum var eitt sinn talin óframkvæmanleg. Og það er líka vafalaust miklu erfiðara viðfangs en að kynblanda tvö afbrigði sömu tegundar. Mitsjúrin hefur fundið upp aðferð til að kynblanda saman jurtir af mismunandi tegundum (species), einnig tókst honum að kynblanda jurtir, sem tilheyra ólíkum ættkvíslum (genus). Og það eru jafnvel dæmi þess að kynblöndun milli ólíkra ætta (familia) hefur heppnazt í tilraunastöð Mitsjúrins. Aðferð Mitsjúrins er sú að nálægja fjarskyldar tegundir hvora annarri með ágræðslu áður en bein víxlfrjóvgun fer fram [„preliminary vegetative approxi- mation“]. Setjum svo að verkefnið sé að kynblanda tvær ólíkar tegundir, t. d. eplatré og perutré eða peru- og reynitré, plómu- og apríkósu- eða plómu- og kirsi- berjatré, möndlu-, apríkósu- eða ferskju- og plómutré o s. frv. — Þá er byrjað á því að víxlfrjóvga tvö afbrigði annarrar tegundarinnar. Þegar þessir kynblendingar eru eins árs gamlir eru fáeinir kvistir af þeim græddir á greinarnar í krónunni á fullorðnu tré af hinni tegundinni. Að vísu sameinast ekki nærri allir græðikvist- imir stofninum, en sumir gera það, og á 5—6 næstu árum halda græðikvistir þessir áfrarn að vaxa og verða fyrir áhrifum af lífsstarfsemi trésins og laufkrónu þess og taka smátt og smátt breytingum, sem gera beina kynblöndun auðveldari Ivan Vladímirovitsj Mitsjúrin

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.