Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Qupperneq 62
180 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR seinna meir. Kynblendingar milli tegunda eru mjög oft ófrjóir, en þessi ófrjósemi er ekki nœrri alltaf stöðug eða varanleg. Þannig kemur það oft fyrir að bastarðar mynda ófrjó fræ fyrstu árin, sem þeir bera ávöxt, en seinna meir fullkomnast lífs- starfsemi þeirra svo að þeir bera fræ, sem myndar kím er getur sprungið út. Það eru dæmi þess að tilraunajurtir Mitsjúrins byrjuðu að bera ávöxt þegar trén voru áratuga gömul. T. d. sáði hann nýju afbrigði af perufræjum árið 1886, en trén sem upp af þeim uxu báru ekki ávöxt fyrr en árið 1922, þegar þau voru 36 ára og hafði Mitsjúrin þá framleitt hina nýju perutegund, sem nefnist áróra. Á svipuðum grundvallaratriðum byggist hin svokallaða „mentor“-aðferð, sem Mitsjúrin fann upp og beitti mikið til að breyta eiginleikum jurta og skapa nýjar tegundir. Viðfangsefnið er það að bæta eiginleika kynblendingsjurtar, sem ekki er nægilega frjósöm. Á fyrstu árunum sem bastarðurinn ber ávöxt eru teknir kvistir af talsvert eldra tré af mjög frjósömu afbrigði og græddir á lægri grein- arnar í krónu unga trésins. Árangurinn af þessari aðgerð varð á næstu árum sá að frjósemi trésins tífaldaðist, lögun aldina þess breyttist, stærðin minnkaði, en þroskaðist 2—3 vikum seinna en ella. Bragð ávaxtanna og lögun blaðanna hélzt óbreytt. Á gamla afbrigðinu, þ. e. græðikvistunum, varð sú breyting að ávextir þeirra tvö- földuðust að stærð. Aðferð þessi er mjög áhrifamikil til að breyta eiginleikum jurta og sýnir ótvírætt að stofnjurt og græðlingur verka hvort á annað. En meginatriðið í kenningum og aðferðum Mitsjúrins er ekki kynblöndun teg- undanna, heldur hin rétta meðferð og uppeldi kynblendingsjurtanna, þar sem um- hverfið og lífsskilyrðin eiga meginþáttinn í því að móta og skapa eiginleika jurt- anna. „Þegar á allt er Iitið,“ segir Mitsjúrin, „virðist eðli hinnar kynblönduðu jurtar, bastarðsins, aðeins háð foreldrunum að einum tíunda hluta, en að níu tí- undu komið undir áhrifum umhverfisins“. — Mitsjúrin benti oft á að starfi rækt- andans er ekki lokið með því að framleiða kynblönduð fræ, heldur má segja að þá byrji aðalvandinn. Hin unga lífvera sem er árangur af kynblöndun tveggja af- brigða eða tegunda einkennist af því að ættgengi hennar er óstöðugt og mótast því auðveldlega. Og Mitsjúrin hefur einmitt fundið upp margvíslegar aðferðir til að æfa jurtirn- ar og ala þannig upp að þær breytist í þær áttir sem æskilegast er fyrir ræktand- ann. Það verður ljóst af því sem sagt hefur verið hér á undan að Mitsjúrin viður- kenndi ekki gildi mendelslögmála. Hann áleit þau væru réttar nefnd undantekn- ingar en lögmál og hefur hann sýnt mörg dæmi þess að ályktanir Mendels gilda alls ekki fyrir kynblöndun fjölærra jurta eins og ávaxtatrjáa eða berjarunna. Sem dæmi þessa má nefna tilraun sem Mitsjúrin gerði með kynblöndun milli ræktaðrar eplategundar og villtrar tegundar sem nefnist nítsvetskíana, en sú tegund hefur þau sérkenni að blöð trésins, greinar og börkur og allt aldinið hefur sterkan skær- rauðan lit. Þennan eiginleika annars foreldranna er auðvelt að þekkja aftur hjá afkvæmunum og fá úr því skorið, hvort hann erfist samkvæmt mendelsreglum. En tilraunin sýndi allt aðra niðurstöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.