Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 69
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 1951 187 meiri jörð en 3.500.000 smábændur. Hertoginn af Alba á 96.000 ha lands, Medina- celi á 79.000 ha og Penaranda 52.000 ha. Hinn spánski sveitaaðall hirðir á ári hverju 13 milljarða peseta, eða um 40% af öllum þjóðartekjum Spánverja. f þessu klassíska landi örbirgðarinnar eru 14 þúsund milljónarar, 5000 klaustur og kirkjufélög, 64.000 munkar, 65.000 nunnur, 48.000 prestar og 35.000 kirkjur. Þessi auðugi iðjuleysingjaher, sem hefur sogið sig fastan á lifandi líkama hinnar vinn- andi spönsku alþýðu, valdi sér fulltrúa í sinni eigin mynd þar sem Francó var. En Francó er ekki haldið við völd af innlendum öflum einum saman. Bandaríkin hafa þegar hneppt Spán í herstöðvakerfi sitt, er þau hafa riðið um allan hnöttinn. Sennilega hefur skelfingin yfir viðburðunum í Barcelónu verið sízt minni í Washington en í Madríd. Bandaríkjastjórn var heldur ekki sein á sér að koma góðvini lýðræðisins í Madríd til hjálpar. Ilún sendi honum þegar í stað 5 milljón- ir dollara til að lina fyrstu kvalirnar. Francó hefur boðið Bandaríkjunum flug- velli Spánar og hafnir, auk „44 herfylkja“ til baráttunnar gegn kommúnismanum. Slíkur greiði verður vart að fullu þakkaður. En ef til vill munu viðburðimir í Barcelónu verða Bandaríkjunum ábending um það, að Francó er ekki fastari í sínum söðli en aðrir þeir leppar, sem þau hafa keypt dýrum dómum, en lítið haft upp úr nema skömmina og skaðann. Brottrekstur MacArthurs Upp úr áramótunum dró nokkuð úr flótta þess Iiers, sem kenndur er við Sam- einuðu þjóðinar, og MacArthur hafði stjórnað um 8 mánaða skeið. Margir menn, sem kunnugir vou Austur-Asíumálum og fylgzt höfðu nákvæmlega með Kóreu- styrjöldinni, voru þó þeirrar skoðunar, að flótti þessi hefði stöðvazt meira fyrir þá sök, að Norðanmenn gerðu nokkurt lát á sókninni. Sóknarhlé Norðanmanna var af mörgum túlkað sem þegjandi ábending um, að þeir væru fúsir til viðræðna og friðsamlegrar lausnar á deilunni. En MacArthur notaði þetta hlé til að draga að sér lið og vistir og hefja gagnsókn. I byrjun apríl voru herir „Sameinuðu þjóð- anna“ komnir að 38. breiddarbaug — og þá gat hinn málglaði bandaríski hers- höfðingi ekki lengur á sér setið. Hann fór að tala af sér, eins og svo oft áður. Hann sagði ekki aðeins sinn hug allan, heldur kom hann upp um áætlanir Banda- ríkjastjórnar, þegar henni kom það verst. Hershöfðinginn fór ekki í neinar graf- götur með það, að hann ætlaði að láta leikinn berast inn á kínverskt land og breiddi um leið út þann orðróm, að „erlendar hersveitir" væru í Mandsjúríu. Indverska stjórnin spurðist þegar fyrir um það í Washington, hvort MacArthur hefði fengið umboð til að gera loftárásir á kínverskar borgir í Mandsjúríu, en bæði frönsk og ensk blöð, m. a. Le Monde, í París, kröfðust þess, að MacArthur yrði tafarlaust vikið frá. I einu vetfangi kom nú í ljós, að Evrópa og Bandaríkin stóðu hér á öndverðum meið, og Bandaríkjastjórn mun hafa skilizt, að hún varð að slaka til í bili, ef samvinna hennar við ríki Evrópu átti ekki öll að fara út um þúfur. Enn einu sinni mátti Bandaríkjastjórn sanna það, að í hvert skipti sem hún fitjar upp á þeim möguleika að leggja út í styrjöld við Kína, þá fær hún al-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.