Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1951, Side 77
MYNDLIST 195 Reykjavík er félagsskapur starfandi, sem heitir Fegrunarfélagiff. Það fékk þá lofs- verðu hugmynd, að láta eitt af listaverkum Ásmundar prýða götur borgarinnar og valdi til þess hentugan og vel viðeigandi stað. Myndin var „Vatnsberinn", sem er gott listaverk og sterkt í sinni einföldu lögun og sveigjandi línum og lýsir vel þrótti og þrákelkni hins stritandi manns, þó það sé engin ljósmynd af Sæfinni á sextán skónum. En nú hefur eitthvert hik orðið á vegna þessara furðulegu skrifa, og svo langt hefur það gengið, að nafnlaus hótanabréf hafa borizt listamanninum og stjóm félagsins. Þegar ég kom til höfuðstaðarins drengur, var hér fátt um listaverk. Þó var ein- hver svo hugulsamur að leiða mig inn í anddyri Alþingishússins. Þar var ein mynd, snjóhvít, út við vegg, innan í víggirðingu. Það var „Útlaginn" eftir Einar Jónsson. Ég varð svo hugfanginn, að ég ætlaði aldrei að geta slitið mig frá mynd- inni og stalst þangað oft inn síðan — þegar ég þorði. Það var stærsti viðburður, sem fyrir mig hafði komið á ævinni. Mér fannst það næstum yfirnáttúrlegt, að slík fegurð hefði getað verið sköpuð af mannlegum huga og höndum. Lífið varð mér meira virði fyrir þessa opinberun og fegurra um leið. Ég veit að þessi andlega nautn hefði orðið mér jafn mikils virði, þó ég hefði aldrei orðið listamaður sjálf- ur. Þess vegna trúi ég því, að fögur listaverk, og í þessu tilfelli höggmyndir, sem komið væri smekklega fyrir á góðum stöðum í bænum, yrðu ekki einungis til bæj- arprýði, heldur mundu vekja fegurðartilfinningu hjá hinni upprennandi æsku. Tilgangur minn með línum þessum var sá, að fylgja eftir þeim sigri, sem íslenzk- ar höggmyndir hafa hlotið með Osló-sýningunni, með því að vekja athygli landa minna á þessum tveimur ágætu starfsbræðrum mínum og vekja þá um leið til um- hugsunar um það, að við verðum að nota, nýta og njóta hæfileika þeirra meðan tími er til. Magnús Á. Árnason.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.