Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lánsfé. Mál og menning hefur ekki fremur nú, síðan Vegamót voru stofnuð, tekið neitt frá útgáfunni eða dregið úr henni á neinn hátt þeirra vegna. Hins vegar hefur Mál og menning farið tvær leiðir til að geta eignazt sem stærstan hlut í Vegamótum. Um leið og hlutafélagið var stofnað gaf Mál og menning út hlutdeildar- skuldabréf að upphæð 300 þús. kr. og skyldi andvirði þeirra eingöngu varið til kaupa á hlutabréfum í Vegamótum. Þessi skuldabréf eru flestöll seld og á Mál og menning samsvar- andi upphæð í Vegamótum. Hin leiðin var útgáfa á Kvæðum og sögum Jónasar Hallgríms- sonar í hundrað og fimmtíu ára minningu skáldsins. Utgáfan er seld á 300 kr. í skinni, og er ágóða af henni ætlað að renna til hlutafjárkaupa í Vegamótum, en hann er enginn enn sem komið er. Menn sjá af þessu að Mál og menning stendur enn mjög veikum fótum á Laugavegi 18. Ætlun okkar var að félagið ætti a. m. k. þriðjung hlutafjárins í Vegamótum. En þó svo tækist er það alltof lítið framlag til byggingarinnar. Þær 300 þús. kr. sem Mál og menning hefur fram að þessu lagt fram er allt lánsfé til skamms tíma með 7% vöxtum. Þetta lánsfé er að miklum hluta lagt fram af mörgum hinna sömu er standa að Vegamótum og hafa viljað tryggja Máli og menningu hlutafé. Félagsmenn almennt hafa lítið eða ekkert til byggingarinnar lagt, ekki einu sinni gerzt áskrifendur að Kvæðum og sögum Jónasar Hall- grímssonar. En hvernig ætti Laugavegur 18 með öðru móti en almennu framlagi félags- manna að geta orðið hús Máls og menningar? 1 raun réttri er ekki vel af stað farið nema Mál og mcnning eigi þriðjung í byggingunni skuldlausan þegar hún er fullgerð. Og hvað þyrfti til þess? Ekki annað en hver félagsmaður, hvar sem er á landinu, sœi sér fcert að leggja í byggingarsjóð sem gjöf til Máls og menningar þó ekki vœri nema 500 kr. í eitt skipti fyrir öll. Með slíku vœri allt viðhorf breytt, og Laugavegur 18 yrði raunverulega heimili Máls og menningar. Ef þess er nokkur kostur vilja Vegamót hraða byggingunni sem mest og koma henni undir þak í haust. Tíminn fram til fyrsta maí í vor ræður úrslitum um þessa fyrirætlun. Þeir félagsmenn sem vilja leggja fé af mörkum í byggingarsjóð Máls og menningar sendi upphæðina í póstávísun beint til félagsins með utanáskrift: Byggingarsjóður Máls og menningar, Þingholtsstræti 27, Reykjavík. Vegamótum og Máli og menningu er vandi á höndum að reisa hina nýju byggingu, en eitt eru allir sammála um, að svo framarlega sem það tekst, verður hún um alla framtíð styrkur og vegur þessum aðilum og minnisvarði um stórhug og framsýni. Hún mun þá einnig síðar meir verða lyftistöng bókaútgáfu Máls og menningar og félagsmenn um allt land njóta góðs af. En hafið hugfast, félagsmenn, að þótt Vegamótum takist með einhverju móti að ljúka smíði þessarar byggingar, verður hún ekki heimili Máls og menningar nema með ykkar aðstoð, hvers og eins. Kr. E. A. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.