Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 23
ÞESSI HLUTUR - EÐA TÓNLIST AF STREINGJUM streingjum, gættu þess þá að missa ekki þeirrar ánægju sem þú hefur af þessum hlut; þessum einfalda hlut sem hér er fyrir framan þig. Þú munt ekki fá notið tónlistar af streingjum, nema þú hafir ánægju af þessum hlut; (eftilvill þögninni). Lærðu að unna þessum hlut, ann- ars muntu ekki fá unnað tónlist af streingjum lútunnar. Upphaf tónlistar er að geta unnað þessum hlut (t. d. einföldu lífi; eða jafnvel margbrotnu lífi). Spakmælið getur líka orðið að æðsta boðorði afturhaldsins: Sættu þig við lágmark allra gæða; eða: ætlaðu þér ekki hærra. Með enn öðrum orðum: Sértu ánægður með þennan hlut, það er að segja eymd og volæði, þá þarftu ekki að gera bylt- íngu. Þá er þetta um leið orðin upp- gjafarheimspeki fánga og dauða- manns, þess manns sem dáist að öx- inni og höggstokknum í svartholinu, nóttina áður en hann verður leiddur út. Afturámóti, ef „þessi hlutur“ er byltíngin, þá þarfnastu ekki tónlistar af streingjum lútunnar, því þá er byltíngin orðin þér sú tónlist sem ekki alleina býr í streingjum, heldur einnig í lúðri, flautu, sembaló, og trumbu; og jafnvel í þögninni. Ég hugsaði reyndar um fátt minna en trúarheimspeki þann tíma sem ég dvaldist í Kína. Þó lenti ég af tilviljun hjá Ijúfmannlegum búddamúnkum í Canton og hugprúðum reglusystrum Franciscaines Missionaires de Marie sem Krists vegna virtust una fullvel ævi sinni í Peking, njótendur ein- hverskonar utanlögsagnar-réttinda innan klausturmúra sinna á þeim for- sendum að þær héldu uppi skóla handa börnum erlendra sendiráðs- manna. Dr. Gregersen heitir danskur sendi- ráðherra í Peking. Hann mun vera sá einn maður í kristnum dómi, og lík- lega í allri veröldinni, eftilvill að Maó einum undanteknum, sem haft hefur sjálfan guð í persónu Dalai-lama til miðdegisverðar á heimili sínu. Mun aungum ambassador nema Gregersen hafa hugkvæmst að gera Búddha end- urholdgaðan skuldbundinn sér á þennan hátt, og fæ ég ekki betur séð en Gregersen hafi með þessu eignast einstæðan sess í diplomatiskri sögu Vesturlanda. Mér fanst ég vera kom- inn mjög nærri guðdóminum þegar ég var gestur í þeirri stofu þar sem inkarnasjónin hafði setið að snæð- íngi fyrir skömmu. Gregersen sendi- ráðherra sagði mér, að búddha-trú í formi lamaisma nyti virðíngar hjá stjórnendum Kína, og svo gerðu kaþólskir að nokkru leyti; kvað hann stjórnarherrana jafnan hafa æðsta mann kínverskra lamasinna ásamt höfuðbiskupi kaþólskra manna í föru- neyti sínu þegar þeir gerðu sér daga- mun, svo sem á þjóðhátíðum ellegar þá er þeir gerðu erlendum þjóðhöfð- 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.