Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 34
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lúterskur prestur, Sigurður Jónsson að Helgafelli, kasta handrita- og bókakosti hins gamla klausturs á bál. Jón Guðmundsson lærði segir svo frá þessum viðburði: „En áður en Helga- fellsbækur voru brenndar ásamt því öðru gömlu kirkjurusli á tveimur stórum eður þremur eldum, fyrr en sá sami prestur fórst í vatninu, þá mátti, einkum hver latínu skildi, mann þar margt fáheyrt og fróðlegt finna og fræði gömul sjá.“ Vafalaust hefur margt fleira týnzt af handritum úr kaþólskum sið í trúarofstæki siða- skiptaaldarinnar. Á 17. öld taka erlendir menn að forvitnast um handritaauð íslend- inga, einkum Danir og Svíar, er höfðu fengið hugboð um, að á skinn- skræðum úti á íslandi væri að finna lykilinn að hinni dáðríku fornsögu Norðurlanda. Svíar hafa tvo íslend- inga úti til að afla íslenzkra handrita og koma þeim til Svíþjóðar, þá nafn- ana Jón Eggertsson klausturhaldara og Jón Rúgmann. Hannes Þorleifsson, konunglegur fornskjalavörður, er sendur til íslands 1681 með þeim til- mælum Danakonungs, að allir þeir, sem á íslandi hafi fornrit með hönd- um skuli sýna honum þau og fá hon- um í hendur, þó svo, að hann skuli skila þeim aftur ósködduðum innan ákveðins tíma. Ári síðar lætur Hann- es í haf með byrðing hlaðinn skjölum og handritum, en skipið ferst, og veit enginn hvaða kjörgripir þar hafa týnzt. Eftirmaður Hannesar Þorleifs- sonar í fornskjalavarðarembættinu, Thomas Bartholin, fær gert konungs- bréf til landfógeta um að banna það að skrifaðar sögur eða önnur slík rit um landið verði send til framandi landa eða þangað seld, þar sem kom- ið hefur í Ijós, að fjöldi handrita hef- ur verið fluttur út frá íslandi og gef- inn út af erlendum mönnum, en það sé ætlun hins konunglega fornskjala- varðar að safna hinum helztu íslenzku sögum og gefa þær út. Kr. Kálund segir í formála að handritaskrá Árna Magnússonar safnsins, að um aldamótin 1700 hafi tímabili hinna miklu íslenzku skinn- bóka verið lokið, þær hafi þá flestar verið komnar út úr landinu. Þegar Árni Magnússon hefur um þetta leyti söfnun sína þá er það eins konar eftir- leit. Hann safnaði öllu því og hirti allt það sem talizt gat til heimilda um sögu landsins, efnahag þess, réttarfar, kirkjusögu og þjóðtrú. Bréf Árna Magnússonar til manna á íslandi eru ágætasta heimildin um natni og ná- kvæmni þessa furðulega vísinda- manns. íslendingar hafa eignazt marga safnara handrita og bóka eftir dag Árna Magnússonar, en slík ákefð og logandi ástríða sem bréf hans bera vitni um, er sennilega algerlega ein- stæð. Það er eins og maðurinn sjái í gegnum holt og hæðir, svo skyggn er hann og fundvís á blöð úr handritum og leitar þau uppi á ótrúlegustu stöð- 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.