Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR heimilda er grátbroslegur hrakfalla- bálkur. Söguþjóðin, sískrifandi öld- um saman allt frá betlaranum til bisk- upsins, verður að sjá á eftir handrit- um sínum fara í eld eða flytjast úr landi og má í rauninni fagna því, sem út var flutt, af ótta við, að þau hefðu að öðrum kosti týnzt eða rotnað nið- ur í skóbætur. Og jafnvel þótt komið sé fram á 19. öld heldur áfram þeirri stefnu að framselja íslenzk handrit úr eigu íslenzkra manna í hendur útlend- ingum: handritasafn Finns Magnús- sonar er selt til Englands, bréfasafn hans er gefið Ríkisskjalasafninu danska, handritasafn Guðbrandar Vigfússonar er selt Bodleian Library í Oxford og bréfa- og handritasöfn sumra merkustu vísindamanna ís- lenzkra á 19. öld, fara í Konungsbók- hlöðuna í Kaupmannahöfn. Ennþá geymir hin danska höfuðborg við Eyrarsund svo merkilegar heimildir um Islandssögu, að margir mikilvæg- ustu kaflar hennar verða ekki skráðir svo vel fari nema að könnuð séu þau gögn, sem geymd eru á dönskum skjalasöfnum. Og víðsvegar um Evr- ópu eru íslenzkar söguheimildir enn ókannaðar. Það er ekki seinna vænna að hlutazt verði til um að þessar heimildir að sögu íslands verði flutt- ar heim svo sem nú er kostur á eftir að farið er að beita myndatöku og mjófilmuupptökum við skjalagögn. Stofnun Stiftisbókasafnsins (síðar Landsbókasafnsins) 1818 og Lands- skjalasafnsins (síðar Þjóðskjala- safns) 1882 breyttu með öllu þeim aðstæðum, er ríkt höfðu til þessa hér á landi um söfnun og varðveizlu óprentaðra söguheimilda íslenzkra. Aldamótaárið 1900 var reglugerð sett um rekstur og hlutverk Landsskjala- safnsins. Skyldi geyma þar skjalasöfn hinna gömlu embætta landsins, en jafnframt var öllum embættismönn- um og stofnunum ríkisins gert að skyldu að afhenda safninu skjöl og bækur, sem eldri væru en 30 ára. Hefur þessi regla gilt um Þjóðskjala- safnið fram til 1947, er sýslunefndum og bæjarstjórnum var heimilað að stofna hjá sér héraðsskjalasöfn til að geyma skjöl og bækur þeirra embætta og opinberu stofnana, sem starfa inn- an þeirra sýslna eða kaupstaðar, sem héraðs- eða bæjarsafnið tekur yfir. Landsbókasafnið á nú orðið æði stórt handritasafn, sem orðið hefur til fyrir gjafir eða kaup á handritum og bréfum einkamanna. Svo sem gef- ur að skilja er það mjög tilviljunum háð hvaða handrit berast Landsbóka- safninu og er vöxtur þess kominn undir allt öðrum aðstæðum en þeim, er ríkja á Þjóðskjalasafninu, þar sem um afhendingarskyldu er að ræða. Fyrir réttri hálfri öld fluttu Lands- bókasafnið og Þjóðskjalasafnið inn í hið nýja Safnahús við Hverfisgötu, þar sem þau eru enn. Þetta var mikill viðburður í sögu okkar, er bækur og skjöl þjóðarinnar voru flutt af þeim 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.