Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
heimilda er grátbroslegur hrakfalla-
bálkur. Söguþjóðin, sískrifandi öld-
um saman allt frá betlaranum til bisk-
upsins, verður að sjá á eftir handrit-
um sínum fara í eld eða flytjast úr
landi og má í rauninni fagna því, sem
út var flutt, af ótta við, að þau hefðu
að öðrum kosti týnzt eða rotnað nið-
ur í skóbætur. Og jafnvel þótt komið
sé fram á 19. öld heldur áfram þeirri
stefnu að framselja íslenzk handrit úr
eigu íslenzkra manna í hendur útlend-
ingum: handritasafn Finns Magnús-
sonar er selt til Englands, bréfasafn
hans er gefið Ríkisskjalasafninu
danska, handritasafn Guðbrandar
Vigfússonar er selt Bodleian Library
í Oxford og bréfa- og handritasöfn
sumra merkustu vísindamanna ís-
lenzkra á 19. öld, fara í Konungsbók-
hlöðuna í Kaupmannahöfn. Ennþá
geymir hin danska höfuðborg við
Eyrarsund svo merkilegar heimildir
um Islandssögu, að margir mikilvæg-
ustu kaflar hennar verða ekki skráðir
svo vel fari nema að könnuð séu þau
gögn, sem geymd eru á dönskum
skjalasöfnum. Og víðsvegar um Evr-
ópu eru íslenzkar söguheimildir enn
ókannaðar. Það er ekki seinna vænna
að hlutazt verði til um að þessar
heimildir að sögu íslands verði flutt-
ar heim svo sem nú er kostur á eftir
að farið er að beita myndatöku og
mjófilmuupptökum við skjalagögn.
Stofnun Stiftisbókasafnsins (síðar
Landsbókasafnsins) 1818 og Lands-
skjalasafnsins (síðar Þjóðskjala-
safns) 1882 breyttu með öllu þeim
aðstæðum, er ríkt höfðu til þessa hér
á landi um söfnun og varðveizlu
óprentaðra söguheimilda íslenzkra.
Aldamótaárið 1900 var reglugerð sett
um rekstur og hlutverk Landsskjala-
safnsins. Skyldi geyma þar skjalasöfn
hinna gömlu embætta landsins, en
jafnframt var öllum embættismönn-
um og stofnunum ríkisins gert að
skyldu að afhenda safninu skjöl og
bækur, sem eldri væru en 30 ára.
Hefur þessi regla gilt um Þjóðskjala-
safnið fram til 1947, er sýslunefndum
og bæjarstjórnum var heimilað að
stofna hjá sér héraðsskjalasöfn til að
geyma skjöl og bækur þeirra embætta
og opinberu stofnana, sem starfa inn-
an þeirra sýslna eða kaupstaðar, sem
héraðs- eða bæjarsafnið tekur yfir.
Landsbókasafnið á nú orðið æði
stórt handritasafn, sem orðið hefur
til fyrir gjafir eða kaup á handritum
og bréfum einkamanna. Svo sem gef-
ur að skilja er það mjög tilviljunum
háð hvaða handrit berast Landsbóka-
safninu og er vöxtur þess kominn
undir allt öðrum aðstæðum en þeim,
er ríkja á Þjóðskjalasafninu, þar sem
um afhendingarskyldu er að ræða.
Fyrir réttri hálfri öld fluttu Lands-
bókasafnið og Þjóðskjalasafnið inn í
hið nýja Safnahús við Hverfisgötu,
þar sem þau eru enn. Þetta var mikill
viðburður í sögu okkar, er bækur og
skjöl þjóðarinnar voru flutt af þeim
26