Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Blaðsíða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lenzki almúgamaður 19. aldar var án alls efa leiknari í þeirri list að fara með fjöðurstaf og penna en stéttar- bræður hans í öðrum löndum, og ís- lenzk bréf eru því víðtækari sögu- heimildir og hafa frá meiru að herma en títt var með öðrum þjóðum. En þótt ekki verði efazt um það, að íslenzk bréf 19. aldar séu sérstak- lega mikilvæg að heimildagildi, þá hefur ekki nema lítið brot af þeim varðveitzt á söfnum til sögulegra rannsókna. Mér er persónulega kunn- ugt um, að ættingjar íslenzkra em- bættismanna hafa brennt heilum tunnupokum af bréfum, sem safnazt höfðu saman á langri starfsævi. Það er ekki langt síðan að maður einn erfði allmikið bréfasafn eftir íslenzk- an embættismann. Erfinginn enda- velti öllu safninu, tíndi af bréfunum frímerkin, sem voru mjög verðmæt, en gerði síðan eld að bréfunum. Já, það má segja, að eldurinn sleppi ekki tökum á íslenzkum söguheimildum! Þær hafa fuðrað upp í eldsvoðum á liðnum öldum, einstaka ofsatrúar- maður hefur varpað þeim á bál guði til dýrðar, en á 20. öld kveikjum við í þeim eftir að hafa hirt úr þeim það, sem koma má í peninga. Við íslendingar getum fundið marga afsökun á því, að íslenzkar söguheimildir fóru svo illa á umliðn- um öldum sem raun er á orðin. ís- lenzk móðir reyndi kannski að sefa grátinn í hungruðu barni með því að láta það naga skinnpjötlu, jafnvel þótt á hana væri letrað fornt ljóð og dýrt. í neyð 17. og 18. aldar lögðu Islendingar sögu sína sér til munns. Á veltiárum 20. aldar bera þeir sögu sína á bál. Það hljómar eins og öfugmæli, en er þó engu að síður staðreynd, að hin miklu umskipti sem orðið hafa á lífs- kjörum þjóðarinnar hafa reynzt hættuleg íslenzkum söguheimildum, eða þeirri tegund söguheimilda, sem ég hef nú rætt um, bréfunum. Til sjávar og sveita hafa risið upp nýjar vistarverur, á tveimur mannsöldrum hefur öll þjóðin blátt áfram húsað bæ sinn. Menn vilja ógjarnan flytja með sér í nýju híbýlin bréfaruslið, sem einhvern veginn fékk leynzt í gömlu húsakynnunum þrátt fyrir þrengslin. Svona ,,dröslur“, svo notað sé uppá- haldsorð Árna Magnússonar, eru ekki til annars en safna ryki í nýju stássstofunum — í eldinn með þær! Á síðustu árum hefur fólk brugðið búi hópum saman, flutt úr afskekkt- um plássum til kauptúna, flutt úr kauptúnum til höfuðstaðarins eða til Suðurnesja. Þetta fólk brennir líka bréfarusli gömlu híbýlanna um leið og það kveður átthagana fyrir fullt og allt. Og þannig er haldið áfram að brenna heimildunum að sögu heilla byggðarlaga, skilríkin um gamla menningu, sem ýmist er horfin eða 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.