Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 41
UM SÖFNUN OG VARÐVEIZLU ÍSLENZKRA SÖGUHEIMILDA áhugamanna meðal almennings. í Danmörku er söfnun einkabréfa talin svo merkilegur þáttur í sagnfræðilegri starfsemi, að Vísindafélagið danska hefur fasta nefnd, sem sér um varð- veizlu á bréfum og handritum einka- manna að þeim látnum. Ættingjar hafa auðvitað fullan rétt til að setja bréfagjöfunum ákveðin skilyrði, en nefndin ber ábyrgð á að bréfin verði varðveitt á opinberu skjalasafni. Ég tel brýna nauðsyn á, að slík nefnd yrði skipuð hér á íslandi. Fyrsta hlut- verk slíkrar nefndar yrði að hafa uppi á bréfum íslenzkra merkismanna og fá leyfi ættingja eða erfingja til að gefa þau Landsbókasafninu eða öðr- um opinberum skjalasöfnum til vörzlu. íslendingar hafa margir sagt skilið við átthagana hina síðustu ára- tugi, og leitað sér frama í öðrum bér- uðum. Síðan hafa þeir stofnað átt- hagafélög. Það gæti orðið mikið nytjastarf, ef átthagafélögin, sem víða eru orðin mannmörg, legðu nokkuð af mörkum til þess að halda til haga ákveðnum söguheimildum hvert úr sínu byggðarlagi. Það má , búast við því, að héraðsskjalasöfn og byggðasöfn rísi nú upp víða im land, °g væri sj álfsagt að þau yrðu geymslu- staðir sögulegra heimilda héraðs og sýslu. Það er með öllu ástæðulaust að hrúga þessu öllu á Reykjavíkursöfnin, landsbyggðin á fullan rétt á að geyma sjálf sínar heimildir og sögulegu minjar. Ekki sízt er það tilvalið að söfn landsbyggðarinnar geymdu hin- ar rúmfreku verzlunarheimildir, svo að ekki þurfi lengur að byrgja með þeim brunna eða geyma þær á kirkju- loftum. Ég er þess fullviss, að bjarga megi frá glötun dýrmætum heimildum ís- landssögu, ef hafizt verður handa þegar í stað um söfnun þeirra. En ég held líka, að það sé hver seinastur. Ég tel sérstaklega nauðsyn á, að reynt verði að hafa upp á bréfaheimildum frá síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þeirrar 20., heimildunum úr fórum þeirra manna, sem mest bar á í átökum íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu. Við getum blátt áfram ekki ver- ið þekktir fyrir að láta þessi gögn týn- ast eða komast á tvist og bast. Vera má að sumum þyki þetta óþarfa söfnunaræði. En því er til að svara, að við höfum ekki ráð á þeirri fátækt sem fólgin er í glötuðum sögu- heimildum. Við týndum þeim fyrr á öldum af orsökum, sem við fengum sjálfir oft eigi ráðið við. Ef við týn- um þeim nú, þá er það eingöngu fyrir handvömm og hirðuleysi. Saga okkar kann kannski að virðast lágkúruleg og laus í sniðum þegar borin er sam- an við sögu stærri þjóða. En þetta er nú okkar saga, svo lítil og lág sem hún er og það ætti að vera okkur eggjun að gera hana ekki smærri en efni standa til. Við fslendingar höfum nú borið fram kröfur um að fá til eignar og 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.