Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 54
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hátt á annan tug milljóna og var enn
hálf tíunda milljón síðasta friðarárið,
1939. Ævintýraleg framleiðsluaukn-
ing Bandaríkjanna í heimsstyrjöld-
inni síðari stafaði af því að nýtt voru
vinnuafl og framleiðslutæki, sem voru
fyrir hendi á friðartímunum, en fengu
ekki að njóta sín fyrr en nauðsyn
stríðsins braut lög hagkerfisins. Ekki
var langt liðið frá stríðslokum, þegar
milljónum atvinnuleysingja í Banda-
ríkjunum fór aftur að fjölga veru-
lega. Síðla árs 1949 og fyrri hluta
ársins 1950 komst atvinnuleysingja-
talan upp í hálfa fimmtu milljón. Þá
kom Kóreustríðið með allsherjar her-
væðingu Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra. Atvinnuleysingjarnir
voru kallaðir i herinn og hergagna-
iðnaðinn og voru „aðeins“ hálf önn-
ur milljón talsins haustið 1953, þegar
velmegunartímabilið, sem Kóreu-
stríðinu fylgdi, náði hámarki. Misseri
síðar, á útmánuðum 1954, höfðu orð-
ið gagnger umskipti. Atvinnuleys-
ingjar voru orðnir 4.1 milljón. Nokk-
uð rættist úr á næstu árum, en at-
vinnuleysingjatalan var þó á þriðju
milljón fram á síðasta haust. Þá tók
að halla undan fæti. Samdrátturinn í
atvinnulífinu og vaxandi atvinnuleysi
hafa haldizt í hendur. í desember í
vetur voru 3.374.000 atvinnuleysingj-
ar skráðir í Bandaríkjunum, 895.000
fleiri en á sama tíma ári áður. Síðan
hefur atvinnuleysið aukizt stórum,
verkalýðsmálaráðuneytið í Washing-
ton áætlaði um miðjan janúar að í
lok þess mánaðar yrði tala atvinnu-
leysingja komin yfir fjórar milljónir,
og miðaði þar við fjölgun umsókna
um atvinnuleysisstyrki. Febrúar og
marz eru þeir mánuðir, sem að jafn-
aði sýna mest atvinnuleysi í Banda-
ríkjunum. í kaupsýslutímaritum er
gizkað á að á þessu ári muni atvinnu-
leysingjatala þeirra mánaða komast
yfir fimm millj ónir.
Verkalýðsmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna úrskurðaði 22. janúar, að
45 af 149 helztu iðnaðarsvæðum
landsins byggju við „verulegt“ at-
vinnuleysi, og fyrirtæki þar ættu því
forgangsrétt á framkvæmdum fyrir
hið opinbera. Á þessum svæðum eru
sex af hundraði vinnufærra manna
eða meira atvinnulausir. Fyrir ári
síðan voru samsvarandi svæði nítján
talsins. Mest er atvinnuleysið í bíla-
iðnaðinum, flugvélaiðnaðinum, verk-
smiðjuvélaiðnaðinum og stáliðnaðin-
um. Hæst komst atvinnuleysið á þess-
um svæðum í tólf af hundraði.
Þrem dögum eftir þessa skýrslu-
gerð verkalýðsmálaráðuneytisins
komu borgarstj órar borga í New
York fylki saman á fund til að ræða
ráðstafanir vegna ört vaxandi at-
vinnuleysis. Tillögur komu fram um
að efna til atvinnubótavinnu fyrir
atvinnuleysingja, sem fullnotað höfðu
rétt sinn til atvinnuleysisstyrks og
komnir voru á opinbert framfæri.
Einnig voru raddir uppi um að hefta
44