Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 64
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mælandi manna hefur þá verið undir 130 þús. Engin þýzk ríkisstjóm hefur nokk- urn tíma veitt Vindum neitt sem nálg- aðist eðlileg þjóðarréttindi. Hið opin- bera studdi sterka þýzkun þjóðarinn- ar, einkum í skólum, en þar var ýmist latt eða bannað að nota vindverska tungu. Minnimáttarkennd var gróður- sett í þjóðinni, það var hlegið að sið- um hennar og tunga hennar var ekki til hjá valdhöfunum. Samt jókst tala vindverskumælandi manna á síðustu öld og náði hámarki sínu milli 1860 —70, 170 þús., en undir aldamótin var þeim aftur mjög tekið að fækka. Þá talaði fólkið meir og minna tveim tungum, notuðu þýzku ekki síður en móðurmálið. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð stefna hins opinbera miður fjandsam- leg Vindum og má þá kallast að þeir hafi verið umbornir, en ekki viður- kenndir. Mikið var talað um menn- ingarlegt sjálfstæði, en skortur alls sem til þurfti hindraði allar raunhæf- ar atgerðir, og vindverskumælandi fólki fór stöðugt fækkandi. Þegar Hitler komst til valda og hóf ofsóknir sínar gegn óþýzkum þjóðum, tók þýzkunin á sig ógnandi myndir og 1937 var opinberlega lýst yfir að vindversku þjóðinni skyldi útrýmt. Allar vindverskar stofnanir, bæði efnalegar og andlegar, voru leystar upp og eignir þeirra gerðar upptæk- ar; meðal þeirra var bókmenntafélag- ið Macica Serbska, er hafði verið stofnað 1847 og naut alþjóðlegrar viðurkenningar. 011 rit á vindversku máli voru bönnuð. Vindverskir prest- ar og kennarar voru fluttir til héraða, þar sem aðeins var töluð þýzka. Að- ferðir sem þessar beygðu mikinn hluta fólksins. Einkum var það ungt fólk sem hætti að nota vindversku, og börn uxu upp án minnstu kunnáttu í móðurmáli sínu. Það mátti heita að tunga þjóð- arinnar væri bannfajrð á almanna- færi. Áður en Hitler komst til valda, voru til þarna þorp þar sem þýzka heyrðist svo sjaldan að fólk sneri sér við og glápti ef það heyrði hana tal- aða á götunni. En að styrjaldarlok- um, tólf árum síðar, leit fólk við, ef það heyrði vindversku talaða á göt- um úti í þessum sömu þorpum. Svo mikið var tjón vindversks þjóðernis, einkum meðal uppvaxandi kynslóðar, að 1945 voru það aðeins hinir allra bjartsýnustu sem örvæntu ekki. Og ekki var stríðinu fyrr lokið og hitler- isminn sigraður en óvænt og skyndi- leg hætta dundi yfir úr nýrri átt. Það voru hinar mörgu þúsundir heimilis- lausra Þjóðverja sem voru dreifðir um Austur-Þýzkaland. Vindversku þorpin urðu að taka við sínum skammti af þeim og bráðlega var í hverju vindversku þorpi þýzkt þjóð- arbrot sem talaði ekki annað en þýzku. Við fyrstu sýn virtist staðan vonlaus. 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.