Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 65
FRÁ VINDUM í AUSTUR-ÞÝZKALANDI
En nú fer tvennum sögum fram.
Þjóðræknisfélag Vinda, Domowina,
hafði verið leyst upp 1937, en var nú
endurreist fáum vikum eftir að bar-
dögum lauk. Það setti sér það mark
að fá viðurkennd þjóðarréttindi
Vinda. Hernámsyfirvöldin voru þessu
hlynnt, og sem nokkrar bætur fyrir
ranglætið er Vindur höfðu verið beitt-
ir, féllust þau á að greiða styrki af
almannafé til að stuðla að viðreisn
vindversks þjóðernis. Þetta var algert
einsdæmi í sögu þýzkra og vind-
verskra samskipta. Þetta var fyrsta
yfirlýsingin um að Vindur ættu þjóð-
ernisrétt jafnan Þjóðverjum. 1948
voru gerð lög um varðveizlu réttinda
vindverskra manna, og eru helztu á-
kvæði þeirra þessi:
„Vindur skulu njóta lagaverndar
og ríkisstuðnings við tungu sína og
menningarstarfsemi.
Vindverska skal vera kennslumál í
skólum sem ætlaðir eru vindverskum
börnum. (Hingað til hafði vitanlega
aldrei verið til neinn skóli þar sem
kennt var á vindversku.) Einnig skal
þýzka vel kennd.
Þar í landinu sem fólk talar bæði
málin má nota vindversku með sama
rétti sem þýzku.
A blönduðum svæðum skulu stjórn.
arvöldin styðja þjóðræknisstofnanir
Vinda á allan hátt, og Vindur skulu í
hlutfalli við aðra vera skipaðir í opin-
berar stöður.
Stofnuð er vindversk miðstöð til að
fara með sjóði þá sem ætlaðir eru til
viðreisnar og viðgangs vindversku
þjóðerni.“
Sumt af þessum fyrirmælum komst
strax í framkvæmd, önnur þurftu
lengri undirbúning. í þessu sambandi
verður að muna að Austur-Þýzkaland
var hagfræðilega veikasti hluti Þýzka-
lands og átti auk þess ósigraða mikla
efnahagsörðugleika af völdum stríðs-
ins. Við stríðslok var ekki unnt að út-
vega nema samtals sjö vindverska
kennara, en 1952 voru opnaðir fyrstu
barnaskólarnir með vindversku að
kennslumáli; þangað komu nær allir
kennararnir beint úr kennaraskólum.
Nú eru vindverskumælandi kennarar
orðnir nokkur hundruð. Auk þess eru
starfandi þrír framhaldsskólar með
vindversku að kennslumáli.
Ég heimsótti alla þessa þrjá skóla.
Þar hlaut maður að verða snortinn.
Flestir nemendurnir búa í heimavist-
um. Hvert það barn sem er fært um
að stunda nám á vindversku í fram-
haldsskóla, fær sjálfkrafa vist í ein-
hverjum þessara skóla, og fræðslu-
málastjórnin greiðir allan kostnað. í
vindversku barnaskólunum eru flest-
ar námsbækur á vindversku, þó að
enn verði að notast við þýzkar bækur
í sumum greinum. í framhaldsskólun-
um er ástandið hið sama. Þó að enn
vanti þannig vindverskar kennslu-
bækur í sumum greinum, er það mjög
athyglisvert sem gert hefur verið. Ég
sá til dæmis kennslubækur á vind-
55