Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 65
FRÁ VINDUM í AUSTUR-ÞÝZKALANDI En nú fer tvennum sögum fram. Þjóðræknisfélag Vinda, Domowina, hafði verið leyst upp 1937, en var nú endurreist fáum vikum eftir að bar- dögum lauk. Það setti sér það mark að fá viðurkennd þjóðarréttindi Vinda. Hernámsyfirvöldin voru þessu hlynnt, og sem nokkrar bætur fyrir ranglætið er Vindur höfðu verið beitt- ir, féllust þau á að greiða styrki af almannafé til að stuðla að viðreisn vindversks þjóðernis. Þetta var algert einsdæmi í sögu þýzkra og vind- verskra samskipta. Þetta var fyrsta yfirlýsingin um að Vindur ættu þjóð- ernisrétt jafnan Þjóðverjum. 1948 voru gerð lög um varðveizlu réttinda vindverskra manna, og eru helztu á- kvæði þeirra þessi: „Vindur skulu njóta lagaverndar og ríkisstuðnings við tungu sína og menningarstarfsemi. Vindverska skal vera kennslumál í skólum sem ætlaðir eru vindverskum börnum. (Hingað til hafði vitanlega aldrei verið til neinn skóli þar sem kennt var á vindversku.) Einnig skal þýzka vel kennd. Þar í landinu sem fólk talar bæði málin má nota vindversku með sama rétti sem þýzku. A blönduðum svæðum skulu stjórn. arvöldin styðja þjóðræknisstofnanir Vinda á allan hátt, og Vindur skulu í hlutfalli við aðra vera skipaðir í opin- berar stöður. Stofnuð er vindversk miðstöð til að fara með sjóði þá sem ætlaðir eru til viðreisnar og viðgangs vindversku þjóðerni.“ Sumt af þessum fyrirmælum komst strax í framkvæmd, önnur þurftu lengri undirbúning. í þessu sambandi verður að muna að Austur-Þýzkaland var hagfræðilega veikasti hluti Þýzka- lands og átti auk þess ósigraða mikla efnahagsörðugleika af völdum stríðs- ins. Við stríðslok var ekki unnt að út- vega nema samtals sjö vindverska kennara, en 1952 voru opnaðir fyrstu barnaskólarnir með vindversku að kennslumáli; þangað komu nær allir kennararnir beint úr kennaraskólum. Nú eru vindverskumælandi kennarar orðnir nokkur hundruð. Auk þess eru starfandi þrír framhaldsskólar með vindversku að kennslumáli. Ég heimsótti alla þessa þrjá skóla. Þar hlaut maður að verða snortinn. Flestir nemendurnir búa í heimavist- um. Hvert það barn sem er fært um að stunda nám á vindversku í fram- haldsskóla, fær sjálfkrafa vist í ein- hverjum þessara skóla, og fræðslu- málastjórnin greiðir allan kostnað. í vindversku barnaskólunum eru flest- ar námsbækur á vindversku, þó að enn verði að notast við þýzkar bækur í sumum greinum. í framhaldsskólun- um er ástandið hið sama. Þó að enn vanti þannig vindverskar kennslu- bækur í sumum greinum, er það mjög athyglisvert sem gert hefur verið. Ég sá til dæmis kennslubækur á vind- 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.