Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 69
M. NOÉL NOUGARET r r A ferð um sveitir Islands 1865 í ágúst 1865 kom hingað til lands franskur feiðalangur, M. Noel Nougaret, og dvaldist hér um þriggja vikna skeið. Engin deili veit þýðandi á honum fremur en segir í Þjóðólfi 7. ágúst sama ár, en þar birtist eftirfarandi klausa: — Póstgufuskipið Arcturus hafnaði sig hér um kl. 11 3. þ. m. Með því komu nú: stiptamtmaðr vor, herra Hilmar Finsen, með frú sína, 4 böm og annað skyldulið, kand. juris Lárus Blöndal með konu sína og 2 böm þeirra (hún sigldi til hans héðan í fyrra, í júní ferðinni með eldra barnið, þó að ekki væri þess þá getið í Þjóðólfi); danskur stúdent Möller að nafni, er ætlar að ferðast hér sér til heilsubótar; Englendingar, er ætla að ferðast hér, meðal þeirra er Dr. Leared frá Lundúnum, sem hér hefir komið tvisvar áður; sumir ætla að reyna að koma hér á þangbrennslu; þaraðauki voru 4 niðursuðu- menn til Hendersons verzlunarinnar, þeir eiga að vera til hausts og sjóða niður sauðakjöt. Enn kom með þessari ferð frakkneskr vísindamaðr. Nougaret að nafni, frá Parísarborg, og er hann þar meðútgefandi blaðsins Moniteur, er færir allai auglýsingar og yfirlýsingar Frakkakeisara og stjómar hans. Hann hafði ferðazt í vor um Ítalíu og Sikiley og skoðað Etnu (eldfjallið), fór svo þaðan rakleiðis til Khafnar, en náði ekki í næstu ferðina hér á undan, eins og hann ætlaði, og ferðaðist því norðram Svíþjóð síðari hluta júní og framan af f. mán., þangað til hann nú fékk farið hingað; ætlar hann nú að ferðast til Heklu og Geysis. Póstskipið fer eigi héðan fyrir 10. þ. mán. — Þegar N. kom til Frakklands, samdi hann ferðaminningar sem birtust í ritinu Le Tour De Monde 1866. Þær voru skreyttar mörgum teikningum, sem samstarfsmenn N. gerðu eftir frumdrögum hans. Ferðasagan og sérstaklega teikningamar urðu allfrægar, ferða- sagan var m. a. þýdd á ensku, en teikningamar hafa oft verið teknar upp í ferðabækur frá íslandi. Frásögn N. er fjörlega rituð, en smáýkjum blandin. Sannfræði hennar hefur hér verið reynd á nokkrum stöðum með því að skyggnast í kirkjubækur. Vafasamt er, hve langt skal farið út í þá sálma, en athugasemdir, sem gerðar eru neðanmáls, eiga að gefa lesanda hugboð um áreiðanleika frásagnarinnar. Sumar missagnimar munu sprottnar af því að höfundi tekst misjafnlega að gera sig skiljanlegan. En hér er sannfræði einstakra atburða ekki aðalatriði, heldur góð frásögn. Ferðasögu sem þessa ber ekki að taka sem heimild um þjóðhætti á íslandi um miðja 19. öld, þótt víða sé bragðið upp lifandi þjóð- lífsmyndum; hitt er meginatriði, að hún kynnir okkur hvemig íslenzkt samfélag kom út- lendingi fyrir sjónir um þær mundir og hvers konar fróðleikur barst framandi þjóðum um land okkar og lifnaðarhætti fólks hér úti. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.