Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
I
JÚNÍ 18661 tók ég mér far frá
Edinborg með danska póstskipinu
Arcturusi, er sex mánuði ársins held-
ur uppi samgöngum milli Kaup-
mannahafnar og íslands með við-
komu í Skotlandi og á Færeyjum. Ég
hafði verið skipaður skipslæknir á
frönsku fregátunni Pandora, sem lá á
Reykjavíkurhöfn, og var ferðinni
heitið þangað.
Meðal ferðafélaga minna var
danskur amtmaður, Finsen að nafni,
nýskipaður yfir ísland, og nokkrir
Englendingar, er lögðu á sig erfitt
ferðalag einungis til þess að veiða sil-
ung í Þingvallavatni við miðnætur-
sól.
Snarpur suðaustanvindur bar okk-
ur óðfluga til hafs, og þegar á næsta
degi hurfu sagnhelgar strendur Skot-
lands, sem minntu á hinn ódauðlega
Walter Scott, og sólarhring síðar kom
næsti áfangastaður okkar, Færeyjar,
í ljós.
Það var sunnudagur. Himinninn
var grár og drungalegur, en á þessum
slóðum er hann sjaldnast öðruvísi, og
þegar ég sá Orkneyjar hverfa inn í
þokuna sex mílum austar, fann ég, að
sólin hafði kvatt okkur.
Þegar við höfðum siglt fram hjá
stóru Dímon og litlu Dímon, tveimur
framvörðum, sem reka sköllótta koll-
ana upp úr grárri muggu við Færeyj-
ar, komum við inn á stóra, skeifu-
myndaða vík. Þverhníptir hamrar
gnæfa á hægri hönd, og gegnum öldu-
dalina sjáum við glitta í rauðleit segl
á nokkrum hraðskreiðum síldarbát-
um.
Þegar komið er inn á þessa sér-
kennilegu höfn, finnst manni Ijúkast
upp furðuheimar. Innst inni við ræt-
ur fjalla, sem loka þessari girðingu,
kúrir Þórshöfn eða Thorshavn, höf-
uðborg eyjaklasans. Ég á bágt með
að trúa, að þarna séu rúmlega þrjú
hundruð hús, því að hvernig sem
ég munda einglyrnið mitt, sé ég að-
eins nokkur veðruð segl þjóta yfir
hafflötinn og sæg af fuglum, sem
garga í sífellu yfir Arcturusi.
Þegar innar dregur, kem ég loks
auga á timburhjall með danska fán-
ann við hún uppi á hól til hægri við
okkur. Á vinstri hönd sést allvegleg
bygging og uppi á henni kross; það
er kaþólska kirkjan. Þegar betur er að
gáð, sjást nokkrar grasigrónar hrúk-
ur, sem kúra hver upp að annarri eins
og til skjóls, og bláleitur reykur stíg-
ur upp úr jörðinni. Það er ekki leng-
ur um að villast, þetta er Þórshöfn.
Svona lítur höfuðborg Færeyja út
landfræðilega séð, bætið síðan við
stækri fisklykt, sem loðir vikulangt í
nefi manns, og þá hafið þið þver-
summuna af þeim áhrifum, er ég varð
fyrir.
Við höfðum naumast varpað ak-
1) Þessi ferð var farin árinu áður, eins og fyrr segir.
60