Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR I JÚNÍ 18661 tók ég mér far frá Edinborg með danska póstskipinu Arcturusi, er sex mánuði ársins held- ur uppi samgöngum milli Kaup- mannahafnar og íslands með við- komu í Skotlandi og á Færeyjum. Ég hafði verið skipaður skipslæknir á frönsku fregátunni Pandora, sem lá á Reykjavíkurhöfn, og var ferðinni heitið þangað. Meðal ferðafélaga minna var danskur amtmaður, Finsen að nafni, nýskipaður yfir ísland, og nokkrir Englendingar, er lögðu á sig erfitt ferðalag einungis til þess að veiða sil- ung í Þingvallavatni við miðnætur- sól. Snarpur suðaustanvindur bar okk- ur óðfluga til hafs, og þegar á næsta degi hurfu sagnhelgar strendur Skot- lands, sem minntu á hinn ódauðlega Walter Scott, og sólarhring síðar kom næsti áfangastaður okkar, Færeyjar, í ljós. Það var sunnudagur. Himinninn var grár og drungalegur, en á þessum slóðum er hann sjaldnast öðruvísi, og þegar ég sá Orkneyjar hverfa inn í þokuna sex mílum austar, fann ég, að sólin hafði kvatt okkur. Þegar við höfðum siglt fram hjá stóru Dímon og litlu Dímon, tveimur framvörðum, sem reka sköllótta koll- ana upp úr grárri muggu við Færeyj- ar, komum við inn á stóra, skeifu- myndaða vík. Þverhníptir hamrar gnæfa á hægri hönd, og gegnum öldu- dalina sjáum við glitta í rauðleit segl á nokkrum hraðskreiðum síldarbát- um. Þegar komið er inn á þessa sér- kennilegu höfn, finnst manni Ijúkast upp furðuheimar. Innst inni við ræt- ur fjalla, sem loka þessari girðingu, kúrir Þórshöfn eða Thorshavn, höf- uðborg eyjaklasans. Ég á bágt með að trúa, að þarna séu rúmlega þrjú hundruð hús, því að hvernig sem ég munda einglyrnið mitt, sé ég að- eins nokkur veðruð segl þjóta yfir hafflötinn og sæg af fuglum, sem garga í sífellu yfir Arcturusi. Þegar innar dregur, kem ég loks auga á timburhjall með danska fán- ann við hún uppi á hól til hægri við okkur. Á vinstri hönd sést allvegleg bygging og uppi á henni kross; það er kaþólska kirkjan. Þegar betur er að gáð, sjást nokkrar grasigrónar hrúk- ur, sem kúra hver upp að annarri eins og til skjóls, og bláleitur reykur stíg- ur upp úr jörðinni. Það er ekki leng- ur um að villast, þetta er Þórshöfn. Svona lítur höfuðborg Færeyja út landfræðilega séð, bætið síðan við stækri fisklykt, sem loðir vikulangt í nefi manns, og þá hafið þið þver- summuna af þeim áhrifum, er ég varð fyrir. Við höfðum naumast varpað ak- 1) Þessi ferð var farin árinu áður, eins og fyrr segir. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.