Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 71
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS kerum, er bátur, skreyttur dönsku fánalitunum, stefndi til okkar. Á hon- um var amtmaðurinn í Færeyjum kominn til að heilsa upp á starfsbróð- ur sinn frá íslandi. Þessi virðulegi embættismaður var í fylgd með átta tollheimtumönnum; líklega skjátlast mér í þessu; hinir átta menn voru víst ræðarar. Jafnskjótt og þeir komu að skipshliðinni, lögðu þeir upp árar og drógu sverð úr slíðrum til að gefa fundi dönsku embættismannanna há- tíðlegan blæ. Um miðnæturskeið sá- um við þá ganga með byssu um öxl í eyðilegum húsasundum inni í Þórs- höfn. Engu að síður hittum við þá daginn eftir í opinberri veizlu, sem amtmaður efndi til, og gengu þeir þar um beina. í stuttu máli, þessir átta menn eru allur færeyski herinn, frekara liðsstyrks er ekki þörf. Fær- eyingar eru friðsamt fólk og hvalur- inn gefur þeim engan tíma til að hugsa um byltingu gegn stjórn, sem ónáðar þá á engan hátt. Þegar maður kynnist húsakosti þessarar sárfátæku þjóðar, sannfærist maður um, að Danir hefðu alltaf lifað í sátt og sam- lyndi við Prússa, ættu þeir ekki girni- legri eignir en þessar. Mér þykir gaman að ferðast á sjó, en undir eins og ég eygi jörð, heillar hún mig til sín, og ég verð að leggja land undir fót. Þegar amtmaðurinn kom um borð í Arcturus, hafði ég tygjað mig með nesti og nýja skó og byssuhólkinn um öxl. Að loknum kveðjum og kurteisislátum lét ég setja mig upp á fyrstu bryggjuna, sem lagt var að. í fyrstu var ég hálfáttavillt- ur og réðst til inngöngu um opnar dyr, sem virtust liggja inn í port. Fyr- ir innan það tók við annar ranghali og þannig koll af kolli. Kofarnir standa svo þétt, að það er alltaf eins og maður sé að vaða inn á einhvern. Ég var góða stund að komast út úr þessu völundarhúsi, gangandi á hús- þökum, ef ekki vildi betur til. En þeg- ar ég var kominn út úr borginni, ef hægt er að kalla slíka jarðhúsaþyrp- ingu því nafni, urðu nýjar torfærur á leið minni; allt óbyggt svæði var þakið stórum og smáum þorskum, sem voru breiddir til þerris á jörðina. í fljótu bragði lítur þessi fiskbreiða út eins og lök, rétt eins og allir bæjar- búar hefðu tekið sig saman um að þurrka þvottinn sinn allan í einu. Eftir klukkutíma gang stóð ég á fjallinu fyrir ofan Þórshöfn, og úr þessari hæð var auðvelt að sjá, hvern- ig landið lá. Færeyjar eru tuttugu og fimm að tölu, og af þeim eru aðeins sautján byggðar. Loftslag er tiltölu- lega milt, jafnvel á vetrum sökum Golfstraumsins, er umlykur strend- urnar. Þarna er stunduð mikil sauð- fjárrækt og bygg nær að þroskast þriðja hvert ár, en það er fyrst og fremst sjósókn, sem fólkið lifir á. Flestar eyjarnar eru einn samhang- andi klasi og liggja þær frá norð- austri til suð-vesturs. Bilin á milli 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.