Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 71
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
kerum, er bátur, skreyttur dönsku
fánalitunum, stefndi til okkar. Á hon-
um var amtmaðurinn í Færeyjum
kominn til að heilsa upp á starfsbróð-
ur sinn frá íslandi. Þessi virðulegi
embættismaður var í fylgd með átta
tollheimtumönnum; líklega skjátlast
mér í þessu; hinir átta menn voru víst
ræðarar. Jafnskjótt og þeir komu að
skipshliðinni, lögðu þeir upp árar og
drógu sverð úr slíðrum til að gefa
fundi dönsku embættismannanna há-
tíðlegan blæ. Um miðnæturskeið sá-
um við þá ganga með byssu um öxl í
eyðilegum húsasundum inni í Þórs-
höfn. Engu að síður hittum við þá
daginn eftir í opinberri veizlu, sem
amtmaður efndi til, og gengu þeir
þar um beina. í stuttu máli, þessir
átta menn eru allur færeyski herinn,
frekara liðsstyrks er ekki þörf. Fær-
eyingar eru friðsamt fólk og hvalur-
inn gefur þeim engan tíma til að
hugsa um byltingu gegn stjórn, sem
ónáðar þá á engan hátt. Þegar maður
kynnist húsakosti þessarar sárfátæku
þjóðar, sannfærist maður um, að
Danir hefðu alltaf lifað í sátt og sam-
lyndi við Prússa, ættu þeir ekki girni-
legri eignir en þessar.
Mér þykir gaman að ferðast á sjó,
en undir eins og ég eygi jörð, heillar
hún mig til sín, og ég verð að leggja
land undir fót. Þegar amtmaðurinn
kom um borð í Arcturus, hafði ég
tygjað mig með nesti og nýja skó og
byssuhólkinn um öxl. Að loknum
kveðjum og kurteisislátum lét ég setja
mig upp á fyrstu bryggjuna, sem lagt
var að. í fyrstu var ég hálfáttavillt-
ur og réðst til inngöngu um opnar
dyr, sem virtust liggja inn í port. Fyr-
ir innan það tók við annar ranghali
og þannig koll af kolli. Kofarnir
standa svo þétt, að það er alltaf eins
og maður sé að vaða inn á einhvern.
Ég var góða stund að komast út úr
þessu völundarhúsi, gangandi á hús-
þökum, ef ekki vildi betur til. En þeg-
ar ég var kominn út úr borginni, ef
hægt er að kalla slíka jarðhúsaþyrp-
ingu því nafni, urðu nýjar torfærur
á leið minni; allt óbyggt svæði var
þakið stórum og smáum þorskum,
sem voru breiddir til þerris á jörðina.
í fljótu bragði lítur þessi fiskbreiða
út eins og lök, rétt eins og allir bæjar-
búar hefðu tekið sig saman um að
þurrka þvottinn sinn allan í einu.
Eftir klukkutíma gang stóð ég á
fjallinu fyrir ofan Þórshöfn, og úr
þessari hæð var auðvelt að sjá, hvern-
ig landið lá. Færeyjar eru tuttugu og
fimm að tölu, og af þeim eru aðeins
sautján byggðar. Loftslag er tiltölu-
lega milt, jafnvel á vetrum sökum
Golfstraumsins, er umlykur strend-
urnar. Þarna er stunduð mikil sauð-
fjárrækt og bygg nær að þroskast
þriðja hvert ár, en það er fyrst og
fremst sjósókn, sem fólkið lifir á.
Flestar eyjarnar eru einn samhang-
andi klasi og liggja þær frá norð-
austri til suð-vesturs. Bilin á milli
61