Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 78
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Jarðarjör sýslumannsjrúarinnar; myndin gerð aj V. Foulquier ejtir uppdr. höf.
berjalyng á útidyrahurðina hjá sér.
Þetta er gamall norrænn siður, sem
táknar eitthvað á þessa leið: við er-
um hrygg, leyfið okkur að vera ein í
sorginni; eða með öðrum orðum:
við tökum ekki á móti gestum.
Kistan hafði komið um nóttina frá
Arnarfirði1 með hvalfangara og ver-
ið flutt í kirkju, en þangað kölluðu
klukkurnar aðstandendur saman.
Himinninn var þungbúinn, þéttur úði
féll úr lofti frá því um morguninn.
Eftir guðsþjónustuna hélt líkfylgdin
af stað upp í kirkjugarð. Á undan
gengu fjórar svartklæddar stúlkur
með fléttað hár og yfir því svartar
slæður, jafnsíðar pilsunum. Allar
báru þær litlar körfur með lyngi og
baldursbrám, sem þær stráðu á leið
hinnar framliðnu. Á eftir kistimni,
sem fjórir karlmenn báru, gekk lúth-
erskur prestur ásamt eiginmanni
hinnar látnu í fullum sýslumanns-
skrúða, og loks hinir mörgu vinir
fjölskyldunnar, danskir embættis-
menn, franskir liðsforingjar, kennar-
ar og kaupmenn. Á leiðinni upp í
garðinn slóst berhöfðaður almúga-
maður í förina, sorgbitinn á svip.
Hann gekk næstur kistunni og undir
hendinni hélt hann á lítilli barnskistu.
Daginn áður hafði hann grafið dá-
litla gröf við hliðina á þeirri sem
sýslumannsfrúnni var ætluð. Á með-
an klerkur jarðsöng, lét maðurinn
stokkinn með jarðneskum leifum litla
barnsins á leiðið, svo að það yrði
einnig aðnjótandi hinztu blessunar.
1) Hér er málum blandað, því að sýslumannsfrúin var frá HafnarfirSi.
68