Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Síða 87
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS á túni, og fannst mér þetta skemmti- leg byrjun á brúðkaupsdegi. Jafn- skjótt og fólkið varð mín vart, lagði það frá sér hrífur og orf og kom til að bjóða mér góðan dag. Það beið einungis eftir, að ég vaknaði, svo að hátíðahöldin gætu hafizt. Mér datt í hug, að nú væri tækifæri til að sýna einhvern höfðingsskap. í dóti mínu geymdi ég ýmsa smáhluti, sem ég ætlaði til gjafa: brúður, klæddar eftir nýjustu tízku, handa litlum stúlkum, armbönd úr glerperl- um og skeggjaða púka, sem skutust upp úr öskjum, þegar stutt var á fjöð- ur. Þeir voru ætlaðir börnunum, en fullorðna fólkið þreif þá af þeim skellihlæjandi; og fannst þetta greini- lega vera hámark tækninnar á þessari öld. Hver þessara púka höfðu aðeins kostað um fimm skildinga á markaði í París, — og þó held ég, að þeir hafi vakið mestan fögnuð af öllu skran- inu, sem ég var með. Handa ungu stúlkunum keypti ég kefli með mjóum, litfögrum silki- böndum. Ég náði í nokkur og gaf þau einum fimm heimasætum á aldrinum sextán ára til tvítugs og hélt, að þær yrðu stórhrifnar. Fyrst botnuðu þær ekkert í, hvað þetta gat verið. Sú skarpskyggnasta tók loks eftir títu- prjóninum, sem endinn var nældur niður með, tók hann úr og byrjaði að rekja ofan af snúðnum. Hinar héldu, að hún hefði ráðið gátuna, og fóru að dæmi hennar. Þegar þær höfðu rakið upp allan silkiborðann, fleygðu þær honum burt eins og hverju öðru rusli og tóku svo til við pappírinn, sem var utan um spóluna. Auðvitað fundu þær ekkert nema trésnúð, sem þær sýndu hver annarri vonsviknar. Sjálfur var ég sárgramur yfir við- tökunum, sem silkiböndin mín fengu, og ekki sízt yfir því, að vesalings stúlkurnar skyldu halda, að ég væri að gera gys að þeim. Mér skildist, að ég yrði að sýna þeim til hvers ætti að nota gjöfina. Ég týndi saman keflin og fleygði þeim burt, síðan lét ég þær dást að mýkt silkiborðans. Þegar þær fóru að átta sig, gekk ég til einnar, sem hafði mjög fallegt hár, — hárið er það, sem prýðir þær mest, og þær hirða bezt — og gaf annarri merki um að færa mér greiðu. Hún kom undir eins með einhvers konar kind- arkjálka, sem fiskdálkur var festur í. Þetta frumstæða áhald var gljáfægt af sliti, og koparbólur, greyptar hér og hvar í greiðuna, vitnuðu um list- rænt handbragð. Ég fléttaði nú hár heimasætunnar í flýti, og hnýtti stóra slaufu um endana, svo að allir dáðust að. Endirinn var sá, að ég greiddi þeim öllum fimm á sama hátt. Mér fannst ég vera á grímuballi, en stúlk- urnar lærðu að minnsta kosti að nota hárbönd. Síðan hefi ég haft slæma samvizku út af því, að kenna konum þessarar fátæku þjóðar að nota glys- varning. Á meðan þessu fór fram, reyndi ég 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.