Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lendinga. Þar eð öll ferðalög í þessu veðrasama landi eru farin á hestbaki, eru neftóbaksdósir íbúanna aflangar með litlu opi í annan endann, sem þeir keyra upp í nasirnar á víxl og snússa sig af öllum kröftum. Hvert sinn sem fylgdarmaður minn lyfti tó- bakshorninu, minnti hann á veiði- mann, sem blæs í lúður sinn. Það fór ekki rétt vel á með okkur, því að hann var óviðjafnanlega sein- látur, en ég vildi flýta för, þar eð ég hafði tafizt um sólarhring. Stundum reið ég sjálfur á undan, en varð hált á óþolinmæðinni. Fyrst slitnaði önn- ur ístaðsólin, svo að ég varð að láta fæturna hanga, þar til við komum á næsta kirkjustað. Þar fengum við kaffi og kökur, meðan blessaður presturinn náði sér í áhöld og gerði við hnakkinn. Klukkutíma eftir að við fórum þaðan eða um átta leytið, komum við að ársprænu, sem rann í svörtum öskufarvegi. Mér virtist auð- velt að komast yfir hana á vaðinu, og í stað þess að fara á eftir hestunum, sem öruggara er að treysta en mönn- um, þegar svona stendur á, þá lagði ég fyrstur á vaðið. Þegar ég kom út í miðja ána, sökk hesturinn skyndilega með mig á bólakaf, en ég náði í tagl- ig og lét hann draga mig upp á bakk- ann. Það var hræðilega hvasst; fylgd- armaðurinn hafði gætt sín betur og var kominn yfir ásamt hestunum. Hann bjóst við, að ég ætlaði í þurrt og byrjaði að taka ofan klyfjarnar, en ég var kominn í illt skap og sló nú duglega í allt mitt lið í von um að geta hitað mér á sprettinum. Við riðum í loftinu niður að Þjórs- árholti, myndarlegum sveitabæ, sem stendur á hæð við stórfljót, sem heit- ir Þjórsá. Klukkan var langt gengin tíu, en ég vildi halda áfram og kom- ast yfir ána. Áður en varði var ég umkringdur af heimilisfólkinu, sem þrábað mig að vera um kyrrt. Ég neyddist til að verða við óskum þess og sá ekki heldur eftir því. Óveðrið, sem fór stöðugt vaxandi, kyrrsetti mig í tvo sólarhringa á þessinn bæ, og kom mér í náin og hrífandi kynni við hina sönnu íslenzku menningu. Það, sem ég kynntist þarna, var ekki síður nýstárlegt, en ævintýri mín á Torfastöðum. VI Jafnskjótt og ég steig af baki, buðu allir viðstaddir mig velkominn með kossi, og síðan var ég meðhöndlaður samkvæmt ströngustu reglum ís- lenzkrar gestrisni. Karlmennirnir tóku að sér fylgd- armanninn og hestana, en ókunni gesturinn tilheyrir konunum, hof- gyðjum gestrisninnar. Mér var vísað inn í litla gestastofu, sem er venju- lega hægra megin við aðalinngang- 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.