Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
lendinga. Þar eð öll ferðalög í þessu
veðrasama landi eru farin á hestbaki,
eru neftóbaksdósir íbúanna aflangar
með litlu opi í annan endann, sem
þeir keyra upp í nasirnar á víxl og
snússa sig af öllum kröftum. Hvert
sinn sem fylgdarmaður minn lyfti tó-
bakshorninu, minnti hann á veiði-
mann, sem blæs í lúður sinn.
Það fór ekki rétt vel á með okkur,
því að hann var óviðjafnanlega sein-
látur, en ég vildi flýta för, þar eð ég
hafði tafizt um sólarhring. Stundum
reið ég sjálfur á undan, en varð hált
á óþolinmæðinni. Fyrst slitnaði önn-
ur ístaðsólin, svo að ég varð að láta
fæturna hanga, þar til við komum á
næsta kirkjustað. Þar fengum við
kaffi og kökur, meðan blessaður
presturinn náði sér í áhöld og gerði
við hnakkinn. Klukkutíma eftir að
við fórum þaðan eða um átta leytið,
komum við að ársprænu, sem rann í
svörtum öskufarvegi. Mér virtist auð-
velt að komast yfir hana á vaðinu, og
í stað þess að fara á eftir hestunum,
sem öruggara er að treysta en mönn-
um, þegar svona stendur á, þá lagði
ég fyrstur á vaðið. Þegar ég kom út í
miðja ána, sökk hesturinn skyndilega
með mig á bólakaf, en ég náði í tagl-
ig og lét hann draga mig upp á bakk-
ann. Það var hræðilega hvasst; fylgd-
armaðurinn hafði gætt sín betur og
var kominn yfir ásamt hestunum.
Hann bjóst við, að ég ætlaði í þurrt
og byrjaði að taka ofan klyfjarnar,
en ég var kominn í illt skap og sló nú
duglega í allt mitt lið í von um að
geta hitað mér á sprettinum.
Við riðum í loftinu niður að Þjórs-
árholti, myndarlegum sveitabæ, sem
stendur á hæð við stórfljót, sem heit-
ir Þjórsá. Klukkan var langt gengin
tíu, en ég vildi halda áfram og kom-
ast yfir ána. Áður en varði var ég
umkringdur af heimilisfólkinu, sem
þrábað mig að vera um kyrrt. Ég
neyddist til að verða við óskum þess
og sá ekki heldur eftir því. Óveðrið,
sem fór stöðugt vaxandi, kyrrsetti
mig í tvo sólarhringa á þessinn bæ,
og kom mér í náin og hrífandi kynni
við hina sönnu íslenzku menningu.
Það, sem ég kynntist þarna, var ekki
síður nýstárlegt, en ævintýri mín á
Torfastöðum.
VI
Jafnskjótt og ég steig af baki, buðu
allir viðstaddir mig velkominn með
kossi, og síðan var ég meðhöndlaður
samkvæmt ströngustu reglum ís-
lenzkrar gestrisni.
Karlmennirnir tóku að sér fylgd-
armanninn og hestana, en ókunni
gesturinn tilheyrir konunum, hof-
gyðjum gestrisninnar. Mér var vísað
inn í litla gestastofu, sem er venju-
lega hægra megin við aðalinngang-
80