Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Page 97
Á FERÐ UM SVEITIR ÍSLANDS
Selsund á Rangárvöllum; myndin gerð af Yan’ Dargent eftir uppdrœtti höfundar.
Það var komið fram yfir miðnætti,
er við stóðum upp frá borðum; sólin
hafði falið sig andartak, en var nú að
koma upp aftur. Við settumst út á
hlað, hölluðumst upp við kirkju-
garðsvegginn, röbbuðum og reyktum
úr löngum, dönskum pípum. Á tún-
inu fyrir neðan sváfu kýrnar eða lágu
jórtrandi hátíðlegar á svip og
skammt frá þeim léku prestsbörnin
sér í grasinu. Þetta var fögur og frið-
sæl mynd þarna í miðnætursólinni,
og heillaður af allri dýrðinni sagði
ég við prest:
„En sú fegurð! Þér hlj ótið að vera
hamingjusamur að eiga hér heima!“
Klerkur tók út úr sér pípuna, leit
beint í augu mér og spurði:
„Mynduð þér gera yður ánægðan
með þá hamingju?"
Ég verð að játa, að ég komst í
bobba. Þá minntist ég þess, að prest-
urinn sá arna er áskrifandi að Þjóð-
ólfi. Hann veit, að ísland er ekki all-
ur heimurinn, og það gerir hann örð-
ugri viðfangs.
VIII
Morguninn eftir kvaddi ég rausn-
arheimilið Stóru-Velli. Prestur fylgdi
mér á næsta bæ. Þar þáðum við kaffi
og smákökur eins og lög gera ráð
fyrir. Því næst kvöddumst við með
kossi, og hann sneri heimleiðis, en ég
hélt áfram för minni.
87