Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Qupperneq 105
Umsagnir um bækur Peter Hallberg: Vefarinn mikli SÁ sem mest og bezt hefur unniS aS því að kanna, skýra og kynna skáldverk Halldórs Kiljans Laxness, er ekki íslend- ingur heldur Svíi og heitir Peter Hallberg. Árið 1956 kom úr smiðju hans síðara bindi af stóru riti um ævi og skáldferil Halldórs og nefnist Skaldens hus, en 1954 kom fyrra bindið: Den store vavaren. Áður hafði Hall- berg skrifað nokkrar tímaritsgreinar um Halldór og eina bók, Halldór Kiljan Lax- ness, sem birtist í bókaflokknum „Student- föreningen Verdandis Smáskrifter“ 1952 og á íslenzku 1955. Þetta er greinagóð ritskýring, einkum ætluð sænskum lesendum, en er þó nokkur fengur íslenzkum, þó að hún standist ekki samjöfnuð við hið síðara og meira verk, sem í senn er ritað af bókmenntalegri gjör- hygli, persónulegri nærfæmi og vísindalegri nákvæmni. Nú fyrir jólin kom út í íslenzkri þýðingu Bjöms Th. Björnssonar fyrri hluti bókar- inn Den store vávaren og nefnist að sjálf- sögðu Vefarinn mikli. íslenzkum lesendum er mikill fengur að þessari þýðingu, en mörgum mun hinsvegar þykja seint og smátt skammtað, þar sem sænska útgáfan kom út 1954 og það sem nú birtist í ísl. þýðingu er tæplega % alls verksins, nær út á bls. 170 í fyrra bindinu. í þeim hluta, sem nú birtist í ísl þýð- ingu, segir frá æsku Halldórs, skólagöngu, fyrstu ritstörfum, fyrstu utanferðum og hvarfi til kaþólskrar trúar. Hallberg beitir ritskýringaraðferð hinna frönsku meistara. Sainte-Beuve og Taine: viðar að sér sem mestu af persónulegum upplýsingum um skáldið, skapgerð þess og sálarlíf, en miss- ir þó aldrei sjónar af umhverfi því, sem það lifir og hrærist í. Þama birtast margir kafl- ar úr einkabréfum Halldórs til kunningja sinna, dagbókum og handritum, sem aldrei hafa orÖið að prentuðum bókum, auk til- vitnana í sögur þær, sem gefnar hafa verið út. Hallberg tekst vel að gera grein fyrir þeim stormum sálarlífs og umhverfis, sem leika um hið verðandi skáld, lýsa spenn- unni milli anda og efnis, heimshyggju og guðstrúar, íslenzkrar arfleifðar og alþjóð- hyggju. í þessum bókarhluta er sérstak- lega mikill fengur að kaflanum um hvarf Halldórs til kaþólskrar trúar og klaustur- vist hans. Það hlýtur að vera skáldinu nokkur sársauki að láta kryfja sig þannig lifandi, en þó er sú bót í máli, að sá, sem á hnífnum heldur kann sitt verk og fram- kvæmir það af mikilli nærfæmi. Einnig má höfundinum verða það nokkur huggun, að hann vex við krufninguna bæði sem maður og skáld, alveg eins og þeir lífsstormar, sem Hallberg lýsir í bók sinni, hafa gefið skáld- fari hans byr í segl. Má því ritskýrandi vel við una að verki loknu, en lesendanna er þó hagnaðurinn mestur. En þannig er það með skáldin. Þau eiga sig ekki lengur sjálf, heldur eru þau orðin sameign þjóðar sinn- ar sinnar og nóbelsverðlaunaskáld sameign 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.