Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 106
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mannkynsins. Þau verða þess vegna að sætta sig við, að eigendumir hlutist til um eign sína, jafnvel hnýsist í einkabréf þeirra. Þýðing Bjöms er lipur og virðist bókin ekki síður ætla að verða skemmtileg í ís- lenzkri gerð en sænskri. Og íslenzka gerðin hefur það fram yfir þá sænsku, að allar til- vitnanir bæði í prentaðar og óprentaðar heimildir koma þama fram í frumgerð, eins og þær eru frá hendi höfundar. Aðalósk lesenda til þýðanda og útgefanda er þess- vegna sú, að útgáfan gangi örlitlu hraðar héðanfrá en hingaðtil. Helgi J. Halldórsson. Jakob Jóh. Smári: Við djúpar lindir Kvæði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík, 1957. akob Smári er sérstætt skáld, hæglátt og hógvært, enda hefur honum aldrei hlotn- azt sú viðurkenning, sem hann á skilið. Að vísu hafa vandlátir ljóðamenn lengi haft mætur á skáidskap hans, en eyrum fjöldans mun hann ekki hafa náð. Hann gerir það vafalaust, þótt síðar verði, því að beztu kvæði hans eru harla góð og fer naumast hjá því, að þau verði langlíf í landinu. I þessari síðustu bók þræðir hann mjög sömu slóðir og í hinum fvrri, en nú virðbt sem strengimir í hörpu hans séu nokkuð farnir að slakna, enda stendur hann ekki lengur i hlóma lífsins. Þá má nokkuð finna þessari bók til foráttu, að skáldið lætur fljóta með tækifærisljóð, sem Htið erindi eiga; eru ekki nægilega mikil' skáldskapur til þess að kveðja sér hljóðs utan hins þrönga hrings aðstandenda og kunningja. En þegar honum tekst bezt upp, t. d. í sum- um sonnettunum, er notalegt að hlusta á enduróminn frá fyrri dögum, þegar þetta hárfína ljóðform lék í höndum hans. f ljóðum sínum er Smári innhverfur, eins og títt er um þá, sem hæglátir era og hóg- værir. Ef til vill yrði ferðum hans um ljóð- heima bezt lýst með orðum annars skálds: „Ég dvaldi þar aleinn með sál minni sjálfri.“ Grunur minn er sá, að ekkert ís- lenzkt skáld minnist jafnoft á sál sína og Jakob Smári, nema ef vera skyldi höfundur Passíusálmanna; hann í annarri persónu, Jakob í þriðju. „Nú fagnar sál mín að finna / þá perlu, sem skærast skín.“ „í sál minni syngur þögnin / sín sefandi vöggu- ljóð.“ „Síung er gleðin. Sálu minni fróar / söngvanna kliður, — eins og bros í táram.“ Þannig farast honum orð í örfáum dæmum af mörgum, en stundum líka eins og Hall- grími: „Fagna þú, sál mín ...“ Náttúrahrifning hefur löngum verið sterkur þáttur í ljóðum Smára og hefur hann, í þeim efnum sem fleirum, lært margt af nítjándualdarskáldunum brezku. Honum dvelst einatt við að lýsa kvöldhimni, og lit- um haustsins raðar hann eins og bam, sem skoðar perlur í lófa sér. Náttúran orkar á huga skáldsins, og stundum verða áhrifin gagnverkandi: Náttúran er sem Þyrnirósa rjóð, er rammur dvali féll á augu’ og kinnar; hún blundar svefni værum, viðkvæm, hljóð, en vaknar undan kossum sálar minnar. Síðasti hluti bókarinnar er þýdd ljóð. Kennir þar margra grasa og margra góðra, en skáldinu er furðu-ósýnt um að velja og hafna erlendum viðfangsefnum. „Lofsöng- ur“ er engu meiri skáldskapur en sumir þeir söngvar, sem sértrúarflokkar kyrja á torg- um við gítarundirleik, og mjög í sama dúr og þeir. Aftur á móti er þama lítill sálmur, sem ég fæ ekki gleymt, þótt mér þyki flestir sálmar leiðinlegur kveðskapur. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.