Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1958, Side 113
UMSAGNIR UM BÆKUR skilji hann ekki. En á gamansömum mönn- um liggur jafnan sá grunur að þeir séu vafasöm vitni sannleikanum til framburðar. Málið á Veturnóttakyrrum er órækasta sönnun þess, að Jónas Arnason er ekki að- eins skyggn á það sem fyrir augun ber, held- ur hefur hann einnig lagt við hlustir þegar hann tók sér fyrir hendur að gerast skáld íslenzkrar alþýðu og smælingja. I tungutaki hans er aldrei fölsk nóta. Hann hefur orð- tekið hið íslenzka alþýðumál, mál vinnunn- ar á sjó og landi, með stakri alúð og natni, og mér, fimmtugum landkrabba, hefur það verið opinberun að nema þessa fjölskrúð- ugu, safaríku og litauðugu tungu hins vinn- andi fólks. Mér þætti ekki ólíklegt, að Orða- bókin íslenzka muni veiða vel á miðum Veturnóttakyrra. Stíll Jónasar Árnasonar hefur í þessari bók vaxið enn að afli og mýkt. Hann hefur náð þeim persónulega blæ sem honum einum er eiginlegur, þótt hann hafi orðið að taka út þroskann í skugga af laufmiklum viði þeirra Halldórs og Þorbergs. Nú er árum vaxtarverkjanna lokið að því er hann sjálfan varðar. Það er ekki alltaf meðmæli með rithöfundi, að hann sé best-seller, svo sem dæmin sanna. Jónas Ámason er þegar kominn í hóp þeirra höfunda íslenzkra, sem seljast upp á skömmum tíma. Slíkt er ekki alltaf gæða- merki á bókum. En í þessu tilfelli eru gæð- in tvímælalaus. Það er íslenzkri alþýðu til hróss, hve vel hún hefur tekið bókum Jón- asar. Með því hefur hún sýnt, að hún hefur fundið sitt skáld. Sverrír Kristjánsson. Leiðrétting Misprentazt hefur eitt orð hér að framan í ritdómi um Við djúpar lindir bls. 96 í aft- ara dálki 9.1. a. n. Rétt er Hnan þannig: Kennir þar margra grasa og sumra (ekki margra) góðra, Skrifcrrinn á Stapa Sendibréf 1806—1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Reykjavík 1957. innur landsbókavörður Sigmundsson hefur þegar unnið hið mesta þarfaverk með útgáfum sínum á íslenzkum sendibréf- um. En af miklu er að taka þar sem eru bréfasöfn Landsbókasafnsins, og nú hefur enn ein bók bætzt í hópinn sem stórmikill fengur er að. Ekki er það þó fyrir þá sök að maður sá sem bókin er kennd við sé frægur í þjóðarsögunni eða ofarlega í vitund al- mennings. Þeir eru áreiðanlega miklu fleiri sem aldrei hafa heyrt Páls Pálssonar, eða Páls stúdents, getið, því að um hann var jafnan hljótt og hann lét aldrei mikið yfir sér. Öll störf sín vann hann í kyrrþey, en þeir sem sinnt hafa íslenzkum bókmenntum hafa löngum átt honum þakkarskuld að gjalda, og munu eiga enn um sinn. Páll Pálsson var fæddur 1806, sonur Páls Guðmundssonar sýslumanns á Hallfreðar- stöðum. Hann missti föður sinn ungur og var komið í fóstur til Steingríms Jónssonar, síðar biskups, sem þá var prestur í Odda. Steingrímur var mikill lærdómsmaður, hélt heimaskóla og brautskráði stúdenta, og hann útskrifaði Pál 1823. Eftir það varð Páll skrifari hjá Bjarna amtmanni Þor- steinss> ni á Stapa og var upp frá því í þjón- u-tu hsns þangað til Bjami dó 1876, en rúmum fjórum mánuðum síðar andaðist Páll, í marz 1877. Bjarni amtmaður fluttist til Reykjavíkur þegar hann lét af störfum vegna blindu 1849, en Páll skildi ekki við hann, heldur dvaldist á heimili hans það sem eftir var ævinnar. Hann hafði alla stund ódrepandi áhuga á bókum og íslenzkum fræðum, og frá því að hann kom til Reykjavíkur vann hann ómetanlegt starf á Landsbókasafninu 103
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.