Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 4

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1960, Side 4
TIMARIT MALS OG MENNINGAH hejði sömu aðstöðu mí og fyrir stríð mundi M.R.A. langlí/clegast ekki. vera að tvínóna við að veita honum lið. Hér jyrir aftan er birtur lokakajlinn úr luttugu ára gamalli rilgerð um Ox- fordhreyfinguna eftir Helge Krog, norskan rithöfund.* Niðurstöður greinar- innar virðisl með fáeinum áherzlubreytingum mega heimjæra upp á M.R.A. í dag. Ej til vill þyrfti að setja eitthvert annað og víðtækara orð í staðinn jyrir „nazisma“, en vœri ekki freistandi að spyrja, hvort uppgangur M.R.A. upp á síðkastið slandi ekki í einhverju sambandi við endurreisn nazista í Vestur- Þýzkalandi á síða.sta áratug (dœmi: Oberlánder), sem brátt verður fullkomn- uð, ef að likum lœtur, með heilögu jóstbrœðralagi Adenauers og Francos, og hefur þegar öðlazt móralskt vottorð með samvinnu þeirra Adenauers og Char- les de Gaulle, — sem M.R.A. kallar reyndar „sœttir“ Frakklamls og Þýzka- lands og kveður mega þakka sinni aðsloð. Moral Rearmament sendi í síðasta mánuði noklcra regluboða sína til íslands. Og hér var þeim ekki aðeins jagnað af þeim sem jyrirfram mœtti telja sálu- félaga þeirra; ekki aðeins aj þeim blaðamönnum sem hafa á hendi hin auvirði- legustu hlutverk í hinum auvirðilegustu málgögnum; ekki aðeins aj þeim stjórnmálamönnum sem hafa oltið út í ruslakompu jlokka sinna, truflaðir a/ áföllum ojstrangs lífsstríðs; ekki aðeins af þeim trúarhetjum sem jafnvœgis- laus trúaráslríða hefur gerl að undanvillingum kirkjunnar. Nei, þeim stóðu allar dyr opnar. Stjórn landsins tók þeim með sömu virðingu og sýnd er opin- berum sendimönnum erlendra ríkja. Ríkisútvarpið lét ekki undir höfuð leggj- ast að flytja erindi þeirra. Og það var ekki aðeins að háskólaprófessorar lýstu persónulegri velþó/cnun sinni. á postulunum og boðskap þeirra, heldur urðu nokkrir skólamenn til jiess að taka þeim með pomp og prakt í skólum sínum, og í skólanna nafni. Það má segja að mönnum sé jrjálst að aðhyllast hvers- konar hégiljur í einkalífi sínu, en einhvers lágmarksvirðuleika verður þó að krefjast af hátlseltum embœttismönnum sem koma fram í nafni stöðu sinnar. Það vœri ekki. einskisnýtt að vita hver er meiningin með þessari einkenni- legu sirkussýningu. Eða er meiningin engin? Fr aðeins um venjulegt kœruleysi að rœða, venjulegan slappleika og andlegt varnarleysi gagnvart sora alþjóð- legra sértrúar- og sérvizkukreddna? Ej svo er hejur kœruleysið óneitanlega ráðið heldur miklu í þetta ski.pti. S.D. * Kom á prent í bók um Oxfordlireyfinguna eftir nokkra skandínavíska rithöfunda: Oxford och vi, Stockholm 1939.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.